Fótbolti

Kolbeinn skoraði í sigurleik AZ Alkmaar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kolbeinn Sigþórsson á fullri ferð.
Kolbeinn Sigþórsson á fullri ferð.

Kolbeinn Sigþórsson er heitur um þessar mundir en hann skoraði í dag fyrir AZ Alkmaar sem vann 2-1 sigur á Heracles. Þetta er annar leikur AZ í röð þar sem Kolbeinn nær að skora.

Heracles komst yfir í leiknum en Kolbeinn jafnaði rétt fyrir hálfleik. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka skoraði svo Jonathas sigurmarkið og fékk gult spjald fyrir að ganga of langt í fagnaðarlátunum.

Kolbeinn var í byrjunarliði AZ Alkmaar í leiknum líkt og Jóhann Berg Guðmundsson. Liðið er nú með 12 stig eftir átta umferðir en Ajax trónir á toppnum með 17 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×