Fótbolti

Fyrrum fótboltamaður ætlar sér að keppa á skautum á ÓL 2014

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ilhan Mansiz fagnar marki á HM 2002.
Ilhan Mansiz fagnar marki á HM 2002. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ilhan Mansiz var í aðalhlutverki með tyrkneska landsliðinu þegar liðið vann brons á HM í fótbolta 2002 en nú er þessi 35 ára gamli Tyrki búinn að skipta um íþrótt og hefur sett stefnuna á að keppa á vetrarólympíuleuikunum í Sochi í Rússlandi 2014.

Þeir sem mun ekki eftir Mansiz er tilvalið að rifja það upp þegar hann fór illa með Brasilíumanninn Roberto Carlos í undanúrslitaleiknum en taktar hans komust á lista yfir bestu tilþrif mótsins. Það er hægt að sjá það hvernig Mansiz "fíflar" Roberto Carlos með því að smella hér. Ilhan Mansiz skoraði alls þrjú mörk í heimsmeistarakeppninni fyrir átta árum.

Ilhan Mansiz varð að leggja skónna á hilluna vegna meiðsla en hefur síðan tekið upp skautadans og keppir þar í paradansi með kærustu sinni Olga Bestandigova. Þrátt fyrir að hafa aðeins byrjað að skauta 33 ára gamall þá ætlar Mansiz að verða fyrsti maðurinn frá upphafi sem tekur þátt í bæði HM í fótbolta og Vetrarólympíuleikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×