Hið ógnarsterka lið Englandsmeistara Chelsea vann 2-0 sigur á Arsenal í Lundúnaslag í dag. Það voru þeir Didier Drogba og Alex sem skoruðu mörkin í sitt hvorum hálfleiknum.
Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Drogba sem átti góðan leik skoraði markið sem skildi liðin að í leikhléi. Alex skoraði svo annað mark Chelsea með stórglæsilegum þrumufleyg beint úr aukaspyrnu og heimamenn unnu verðskuldaðan sigur á Stamford Bridge.
Chelsea er með 18 stig á toppi deildarinnar og markatöluna 23:2. Arsenal er sjö stigum á eftir.