Hatem Ben Arfa, leikmaður Newcastle, er að öllum líkindum fótbrotinn eftir tæklingu sem hann varð fyrir í leiknum gegn Manchester City í dag.
Nigel de Jong átti grófa tæklingu á Ben Arfa eftir aðeins fjögurra mínútna leik en De Jong fékk ekki spjald fyrir brotið.
Ben Arfa fékk súrefni meðan hann fékk aðhlynningu og var fluttur svo á sjúkrahús.
Þetta var aðeins hans þriðji leikur fyrir Newcastle eftir að hann kom á lánssamningi frá Marseille. Hann verður frá í langan tíma en myndband af atvikinu má sjá með því að smella hérna.