Enski boltinn

Rio: Gott fyrir móralinn að vinna Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Spennan er farin að magnast fyrir leik Man. Utd og Liverpool um helgina. United hefur ekki enn tapað leik í deildinni en kastaði frá sér sigri í leikjunum gegn Fulham og Everton.

"Svona leikir eru góðir til þess að rífa upp stemninguna og andann í liðinu," sagði Rio Ferdinand, miðvörður Man. Utd.

"Sigur gegn Liverpool myndi gefa liðinu mikið og létta móralinn. Vonandi kemur þessi leikur okkur aftur á beinu brautina. Menn eru sáttir við leikina en ekki úrslitin. Það þarf að laga," sagði Rio.

Hann verður líklega í liði United enda kominn aftur eftir langa fjarveru vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×