Fótbolti

Maradona hughreystur af dóttur sinni - myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Diego Maradona.
Diego Maradona. Nordic Photos / AFP
Diego Maradona landsliðsþjálfari Argentínu viðurkenndi í gær að Þýskaland hafi verið betri aðilinn í leik liðanna í fjórðungsúrslitum HM í Suður-Afríku. Þýskaland vann leikinn, 4-0, og mætir Spáni í undanúrslitum.

Eftir leikinn var Maradona hughreystur af Dölmu, dóttur sinni, en myndband af löngu faðmlagi þeirra skömmu eftir leik má sjá hér.

Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, kemur inn í myndina skömmu síðar og virðist gera sig líklegan til að ræða við Maradona sjálfur. Hann hættir þó við.

Maradona var án nokkurs vafa ein af skærustu stjörnum HM í Suður-Afríku. Undir hans stjórn spilaði Argentína glimrandi sóknarbolta en á kostnað varnarinnar sem liðið fékk að kenna á í gær.

Viðbrögð hans við öllum mörkum Þjóðverja í gær má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×