Fótbolti

Maradona gæti hætt á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Diego Maradona gengur niðurlútur af velli í dag.
Diego Maradona gengur niðurlútur af velli í dag. Nordic Photos / AFP
Diego Maradona landsliðsþjálfari Argentínu segir að hann hafi ekki íhugað stöðu sína sérstaklega en að hann gæti þess vegna hætt á morgun.

„Ég veit ekki hvað ég mun gera, ég hef ekki velt því fyrir mér," sagði Maradona eftir fjölmiðla eftir leik.

Argentína tapaði fyrir Þýskalandi, 4-0, í fjórðungsúrslitum HM í Suður-Afríku í dag og viðurkennir Maradona að þeir þýsku hafi hreinlega niðurlægt sterkt lið Argentínu í leiknum.

„Þetta var góður leikur hjá Þýskalandi sem hafði undirbúið sig vel. Það breyttist allt eftir fyrsta markið og við gerðum þetta auðvelt fyrir þá."

„En úrslitin gefa ekki rétta mynd af því sem gerðist í leiknum og því er ég enn stoltur af liðinu. Draumurinn rættist ekki að þessu sinni en ég vil þakka leikmönnum fyrir."

Lionel Messi náði ekki að skora í mótinu en Maradona sagði hann engu að síður hafa verið frábæran.

„Þeir sem að segja að hann leggi sig ekki fram fyrir landsliðið eru heimskir. Það var skelfilegt að sjá hann gráta í búningsklefanum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×