Fótbolti

Nígería reynir að stilla til friðar

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Nígeríska knattspyrnusambandið hefur rekið forseta þess og varaforseta og óskað eftir því að forseti landsins, Goodluck Jonathan, endurskoði ákvörðun sína um bann landsliðsins. Forsetinn með flotta nafnið ákvað að heimsfótboltinn myndi ekki sá nígeríska landsliðið spila í tvö ár eftir slakan árangur á HM. Þetta er gegn reglum FIFA sem eðlilega fannst þetta ekki fyndið. Brottrekstur forsetans á að vera nokkurs konar afsökunarbeiðni að sögn sambandsins en FIFA hefur hótað að hreinlega reka Nígeríu úr keppni ef forsetinn hættir ekki við bannið sem og afskiptum af knattspyrnumálum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×