Enski boltinn

Wenger skellir skuldinni á liðið í heild

Elvar Geir Magnússon skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.

„Það voru margir leikmenn sem gerðu mistök varnarlega í þessum leik," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, eftir tapið óvænta gegn West Brom í gær.

Manuel Almunia hélt áfram að gefa mörk en varði þó vítaspyrnu í leiknum. Wenger vildi þó alls ekki skella skuldinni á umtalaðan markvörð sinn.

„Við vorum lélegir um allan völl. Við áttum í vandræðum með allt. Við fengum það sem við áttum skilið í lokin, núll stig," sagði Wenger. „Ég vil ekki kenna einhverjum einum leikmanni um þetta. Í heildina vorum við bara slakir."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×