Erlent

Berlusconi berst fyrir pólitísku lífi sínu vegna hneykslismáls

Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu berst nú að nýju fyrir pólitísku lífi sínu vegna hneykslismáls sem komið er upp.

Málið er kallað eldfim blanda af kynlífi og valdamisnotkun en á Ítalíu gengur það undir nafninu „bunga bunga málið" en bunga bunga er samnefnari fyrir villtar kynlífsveislur forsætisráðherrans hingað til.

Málið snýst um 17 ára gamla vændiskonu frá Marokkó, Ruby að nafni. Hún á að hafa tekið þátt í einni af bunga bunga veislum Berlusconi síðasta vor.

Í framhaldinu beitti Berlusconi sér svo fyrir því að hún var látin laus úr haldi lögreglunnar í Mílanó eftir að hafa verið handtekin þar fyrir þjófnað.

Berlusconi hefur sagt málið vera þvætting frá upphafi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×