Erlent

Repúblikanar vinna sæti í Kentucky og S-Karólínu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kosningarnar fóru fram í dag. Mynd/ afp.
Kosningarnar fóru fram í dag. Mynd/ afp.
Repúblikaninn Rand Paul nær þingsæti Kentucky fylkis í kjöri til öldungadeildarinnar í Bandaríkjaþingi, eftir því sem Sky fréttastöðin fullyrðir. Jim Demint, flokksbróðir Pauls, vinnur sætið í Suður Karólínufylki. Dan Coats vinnur svo sætið í Indiana. Fyrstu úrslit voru gerð ljós nú rétt eftir klukkan ellefu.

Kosið var um 37 sæti af 100 í öldungadeildinni í dag en öll 435 sætin í fulltrúadeildinni. Repúblikönum er spáð sigri í fulltrúadeildinni en demókratar gætu haldið meirihluta í öldungadeildinni samkvæmt spám.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×