Fótbolti

Samantektir úr öllum 56 HM-leikjunum á Vísi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þetta mark sem Frank Lampard skoraði en fékk ekki að standa verður lengi í minnum haft.
Þetta mark sem Frank Lampard skoraði en fékk ekki að standa verður lengi í minnum haft. Nordic Photos / Getty Images

Það er frídagur á HM í Suður-Afríku en knattspyrnuþyrstir geta rifjað upp alla 56 leikina sem farið hafa fram á HM til þessa hér á Vísi.

Samantektir úr leikjunum má sjá með því að smella á Brot af því besta á HM-vef Vísis, undir flipanum VefTV.

Nú er 16-liða úrslitum keppninnar lokið og verða næstu leikir á föstudaginn. Fyrri leikur dagsins verður viðureign Úrúgvæ og Gana en um kvöldið verður á dagskrá stórleikur Hollands og Brasilíu. Sigurvegarar þessara leikja mætast svo í undanúrslitunum.

Á laugardaginn mætast svo Argentína og Þýskaland klukkan 14.00 og kvöldleikurinn verður viðureign Paragvæ og Spánar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×