Enski boltinn

Banni Ferdinand áfrýjað á ný - Wembley nú í hættu

Ómar Þorgeirsson skrifar
Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand. Nordic photos/AFP

Varnarmaðurinn Rio Ferdinand hjá Englandsmeisturum Manchester United var sem kunnugt er dæmdur í þriggja leikja bann eftir að hafa slegið til Craig Fagan leikmanns Hull í leik félaganna í síðasta mánuði.

United áfrýjaði banninu til aganefndar enska knattspyrnusambandsins sem ákvað þá að bæta einum leik við leikbannið. Nú stendur til að Ferdinand muni áfrýja viðbótarbanninu og gæti hann þá átt á hættu að aganefndin bæti aftur við fjögurra leikja bannið.

Hvernig sem fer þá mun Ferdinand í heildina pottþétt missa af þremur leikjum með United á móti Arsenal, Porstmouth og Aston Villa en fjórði leikurinn í banninu er viðureign gegn Everton.

Fari hins vegar svo að aganefndin bæti við fimmta leiknum þá þýðir það einfaldlega að Ferdinand missi af úrslitaleik deildarbikarsins gegn Aston Villa á Wembley-leikvanginum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×