Umfjöllun: Jafntefli í fjörugum Reykjavíkurslag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. júlí 2010 15:19 Mynd/Stefán Fram og Valur skildu í kvöld jöfn, 2-2, í fjörugum leik í Laugardalnum. Valsmenn komust 2-0 yfir í fyrri hálfleik en Framarar svöruðu fyrir sig og áttu góðan möguleika á að tryggja sér öll þrjú stigin sem í boði voru. Valsmenn byrjuðu miklu betur í leiknum og náðu yfirhöndinni strax á níundu mínútu leiksins er Guðmundur Steinn Hafsteinsson skallaði fyrirgjöf Jóns Vilhelms Ákasonar í markið. Jón Vilhelm var þá sjálfur nýbúinn að eiga skalla að marki en Hannes Þór Halldórsson varði vel frá honum. Aðeins þremur mínútum síðar fengu Valsmenn tækifæri til að gera nánast út um leikinn er Jón Gunnar Eysteinsson braut á Stefáni Eggertssyni, bakverði Valsmanna, og víti var dæmt. Danni König tók vítið sem var alls ekki slæmt en Hannes Þór varði glæsilega frá honum. Valsmenn héldu áfram að vera með undirtökin eftir og König náði að bæta fyrir klúðrið í vítaspyrnunni er hann skoraði fínt mark með skalla á 31. mínútu. Martin Pedersen átti sendingu inn á teig úr aukaspyrnu og König stýrði knettinum í markhornið. Eftir þetta virtust Framarar einfaldlega vakna til lífsins og fyrst þá byrjuðu þeir að sækja að einhverju ráði. Það skilaði marki í blálok hálfleiksins er Jón Guðni Fjóluson hafði betur í baráttu við Kjartan Sturluson markvörð eftir fyrirgjöf Sam Tillen og skallaði boltann í markið. Það voru semsagt öll mörkin í fyrri hálfleik skoruð með skalla. En þrátt fyrir að þrjú mörk hafi verið skoruð í fyrri hálfleik var sá síðari miklu líflegri og á köflum afar dramatískur. Það byrjaði á því að Kristján Hauksson varði skot Arnars Sveins Geirssonar á línu og stuttu síðar átti Hjálmar Þórarinsson skalla yfir markið úr úrvalsfæri hinum megin á vellinum. Kjartan Sturluson var svo nálægt því að gefa Frömurum jöfnunarmark er honum mistókst að hreinsa boltann frá marki og nánast rétti Tómasi Leifssyni boltann. Honum tókst þó að bjarga sér fyrir horn að lokum. Á 76. mínútu gerðist svo afar sérstakt atvik. Sam Tillen tók aukaspyrnu langt utan af velli sem fór yfir alla leikmenn í teignum og hafnaði í netinu. Þegar Framarar voru að fagna markinu kallaði Kristinn Jakobsson skyndilega Jón Guðna til sín og gaf honum beint rautt spjald. Honum var gefið að sök að hafa sparkað í Danni König sem lá í grasinu í kjölfar marksins. En þrátt fyrir að hafi verið manni færri síðasta stundarfjórðunginn voru Framarar líklegri til að skora sigurmarkið. Besta færið fékk Joe Tillen sem var kominn einn gegn Kjartani markverði eftir sendingu Kristins Inga Halldórssonar. Kjartan varði hins vegar vel frá honum. Þar við sat og bæði lið gengu heldur svekkt af velli. Niðurstaðan var þó líklega sanngjörn.Fram - Valur 2-2 0-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (9.) 0-2 Danni König (31.) 1-2 Jón Guðni Fjóluson (45.) 2-2 Sam Tillen (76.) Laugardalsvöllur. Áhorfendur: Óuppgefið.Dómari: Kristinn Jakobsson (6)Skot (á mark): 18-9 (10-6)Varin skot: Hannes 3 - Kjartan 8Hornspyrnur: 4-5Aukaspyrnur fengnar: 17-17Rangstöður: 1-0Fram (4-3-3): Hannes Þór Halldósson 7 Daði Guðmundsson 6 Kristján Hauksson 6 Jón Guðni Fjóluson 7 Sam Tillen 7 Halldór Hermann Jónsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Almarr Ormarsson 5 (56. Joe Tillen 6) Tómas Leifsson 4 (78. Jón Orri Ólafsson -) Ívar Björnsson 4 Hjálmar Þórarinsson 5 (88. Kristinn Ingi Halldórsson -) Valur (4-3-3): Kjartan Sturluson 7 Stefán Eggertsson 7 Reynir Leósson 6 Martin Pedersen 8 - maður leiksins Greg Ross 7 Haukur Páll Sigurðsson 6 Sigurbjörn Örn Hreiðarsson 6 (84. Rúnar Már Sigurjónsson -) Jón Vilhelm Ákason 5 (84. Ian Jeffs -) Arnar Sveinn Geirsson 5 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 5 (72. Haþór Ægir Vilhjálmsson -) Danni König 6Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fram - Valur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hannes Þór: Áttum að taka þrjú stig Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram, var óánægður með að hafa ekki náð þremur stigum gegn Val í kvöld en liðin gerðu 2-2 jafntefli. 5. júlí 2010 22:35 Reynir: Vorum frábærir í fyrri hálfleik Reynir Leósson sagði sína menn í Val hafa spilað frábæran fyrri hálfleik er liðið gerði 2-2 jafntefli við Fram á útivelli í kvöld. 5. júlí 2010 23:08 Þorvaldur: Við vorum betri Þorvaldur Örlygsson segir að Fram hefði átt skilið að vinna Val er liðin gerðu 2-2 jafntefli í Pepsi-deild karla í kvöld. 5. júlí 2010 22:53 Jón Guðni: Var ekki rautt Jón Guðni Fjóluson segir að hann hafi ekki átt skilið að fá rautt spjald hjá Kristni Jakobssyni í leik Fram og Vals í kvöld. 5. júlí 2010 22:58 Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Sjá meira
Fram og Valur skildu í kvöld jöfn, 2-2, í fjörugum leik í Laugardalnum. Valsmenn komust 2-0 yfir í fyrri hálfleik en Framarar svöruðu fyrir sig og áttu góðan möguleika á að tryggja sér öll þrjú stigin sem í boði voru. Valsmenn byrjuðu miklu betur í leiknum og náðu yfirhöndinni strax á níundu mínútu leiksins er Guðmundur Steinn Hafsteinsson skallaði fyrirgjöf Jóns Vilhelms Ákasonar í markið. Jón Vilhelm var þá sjálfur nýbúinn að eiga skalla að marki en Hannes Þór Halldórsson varði vel frá honum. Aðeins þremur mínútum síðar fengu Valsmenn tækifæri til að gera nánast út um leikinn er Jón Gunnar Eysteinsson braut á Stefáni Eggertssyni, bakverði Valsmanna, og víti var dæmt. Danni König tók vítið sem var alls ekki slæmt en Hannes Þór varði glæsilega frá honum. Valsmenn héldu áfram að vera með undirtökin eftir og König náði að bæta fyrir klúðrið í vítaspyrnunni er hann skoraði fínt mark með skalla á 31. mínútu. Martin Pedersen átti sendingu inn á teig úr aukaspyrnu og König stýrði knettinum í markhornið. Eftir þetta virtust Framarar einfaldlega vakna til lífsins og fyrst þá byrjuðu þeir að sækja að einhverju ráði. Það skilaði marki í blálok hálfleiksins er Jón Guðni Fjóluson hafði betur í baráttu við Kjartan Sturluson markvörð eftir fyrirgjöf Sam Tillen og skallaði boltann í markið. Það voru semsagt öll mörkin í fyrri hálfleik skoruð með skalla. En þrátt fyrir að þrjú mörk hafi verið skoruð í fyrri hálfleik var sá síðari miklu líflegri og á köflum afar dramatískur. Það byrjaði á því að Kristján Hauksson varði skot Arnars Sveins Geirssonar á línu og stuttu síðar átti Hjálmar Þórarinsson skalla yfir markið úr úrvalsfæri hinum megin á vellinum. Kjartan Sturluson var svo nálægt því að gefa Frömurum jöfnunarmark er honum mistókst að hreinsa boltann frá marki og nánast rétti Tómasi Leifssyni boltann. Honum tókst þó að bjarga sér fyrir horn að lokum. Á 76. mínútu gerðist svo afar sérstakt atvik. Sam Tillen tók aukaspyrnu langt utan af velli sem fór yfir alla leikmenn í teignum og hafnaði í netinu. Þegar Framarar voru að fagna markinu kallaði Kristinn Jakobsson skyndilega Jón Guðna til sín og gaf honum beint rautt spjald. Honum var gefið að sök að hafa sparkað í Danni König sem lá í grasinu í kjölfar marksins. En þrátt fyrir að hafi verið manni færri síðasta stundarfjórðunginn voru Framarar líklegri til að skora sigurmarkið. Besta færið fékk Joe Tillen sem var kominn einn gegn Kjartani markverði eftir sendingu Kristins Inga Halldórssonar. Kjartan varði hins vegar vel frá honum. Þar við sat og bæði lið gengu heldur svekkt af velli. Niðurstaðan var þó líklega sanngjörn.Fram - Valur 2-2 0-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (9.) 0-2 Danni König (31.) 1-2 Jón Guðni Fjóluson (45.) 2-2 Sam Tillen (76.) Laugardalsvöllur. Áhorfendur: Óuppgefið.Dómari: Kristinn Jakobsson (6)Skot (á mark): 18-9 (10-6)Varin skot: Hannes 3 - Kjartan 8Hornspyrnur: 4-5Aukaspyrnur fengnar: 17-17Rangstöður: 1-0Fram (4-3-3): Hannes Þór Halldósson 7 Daði Guðmundsson 6 Kristján Hauksson 6 Jón Guðni Fjóluson 7 Sam Tillen 7 Halldór Hermann Jónsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Almarr Ormarsson 5 (56. Joe Tillen 6) Tómas Leifsson 4 (78. Jón Orri Ólafsson -) Ívar Björnsson 4 Hjálmar Þórarinsson 5 (88. Kristinn Ingi Halldórsson -) Valur (4-3-3): Kjartan Sturluson 7 Stefán Eggertsson 7 Reynir Leósson 6 Martin Pedersen 8 - maður leiksins Greg Ross 7 Haukur Páll Sigurðsson 6 Sigurbjörn Örn Hreiðarsson 6 (84. Rúnar Már Sigurjónsson -) Jón Vilhelm Ákason 5 (84. Ian Jeffs -) Arnar Sveinn Geirsson 5 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 5 (72. Haþór Ægir Vilhjálmsson -) Danni König 6Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fram - Valur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hannes Þór: Áttum að taka þrjú stig Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram, var óánægður með að hafa ekki náð þremur stigum gegn Val í kvöld en liðin gerðu 2-2 jafntefli. 5. júlí 2010 22:35 Reynir: Vorum frábærir í fyrri hálfleik Reynir Leósson sagði sína menn í Val hafa spilað frábæran fyrri hálfleik er liðið gerði 2-2 jafntefli við Fram á útivelli í kvöld. 5. júlí 2010 23:08 Þorvaldur: Við vorum betri Þorvaldur Örlygsson segir að Fram hefði átt skilið að vinna Val er liðin gerðu 2-2 jafntefli í Pepsi-deild karla í kvöld. 5. júlí 2010 22:53 Jón Guðni: Var ekki rautt Jón Guðni Fjóluson segir að hann hafi ekki átt skilið að fá rautt spjald hjá Kristni Jakobssyni í leik Fram og Vals í kvöld. 5. júlí 2010 22:58 Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Sjá meira
Hannes Þór: Áttum að taka þrjú stig Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram, var óánægður með að hafa ekki náð þremur stigum gegn Val í kvöld en liðin gerðu 2-2 jafntefli. 5. júlí 2010 22:35
Reynir: Vorum frábærir í fyrri hálfleik Reynir Leósson sagði sína menn í Val hafa spilað frábæran fyrri hálfleik er liðið gerði 2-2 jafntefli við Fram á útivelli í kvöld. 5. júlí 2010 23:08
Þorvaldur: Við vorum betri Þorvaldur Örlygsson segir að Fram hefði átt skilið að vinna Val er liðin gerðu 2-2 jafntefli í Pepsi-deild karla í kvöld. 5. júlí 2010 22:53
Jón Guðni: Var ekki rautt Jón Guðni Fjóluson segir að hann hafi ekki átt skilið að fá rautt spjald hjá Kristni Jakobssyni í leik Fram og Vals í kvöld. 5. júlí 2010 22:58