Íslenski boltinn

Þorvaldur: Við vorum betri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þorvaldur Örlygsson.
Þorvaldur Örlygsson. Mynd/Pjetur
Þorvaldur Örlygsson segir að Fram hefði átt skilið að vinna Val er liðin gerðu 2-2 jafntefli í Pepsi-deild karla í kvöld.

„Þetta voru bara læti enda hörkuleikur," sagði Þorvaldur eftir leikinn. „Við fengum í fyrri hálfleik mörk á okkur þar sem við vorum klaufar í dekkningu í vörninni en við náðum að komast aftur inn í leikinn."

„Mér fannst við spila vel á köflum í fyrri hálfleik en það er alltaf erfitt að þurfa að elta leikinn. Í seinni hálfleik spiluðum við svo vel og áttum skilið að vinna. Við vorum betra liðið og sorglegt að klára hann ekki úr því sem komið var."

Hann segir að rauða spjaldið sem Jón Guðni Fjóluson fékk eftir jöfnunarmarkið hafi skipt miklu.

„Þetta var mjög sérstök ákvörðun hjá dómaranum en það var lítið sem við gátum gert við henni," sagði Þorvaldur og virtist ekki ánægður með dómgæsluna.

„Það er svolítið sérstakt hvað sumir geta komist upp með og aðrir ekki. Það virðist oft bendlað við sömu menn leik eftir leik. Það virðist svo að sumir dómarar taki meira á áhersluatriðum en aðrir eins og þegar leikmenn hópast að dómaranum. Það er sérstakt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×