Íslenski boltinn

Jón Guðni: Var ekki rautt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jón Guðni skorar mark sitt í kvöld.
Jón Guðni skorar mark sitt í kvöld. Mynd/Stefán
Jón Guðni Fjóluson segir að hann hafi ekki átt skilið að fá rautt spjald hjá Kristni Jakobssyni í leik Fram og Vals í kvöld.

Leiknum lyktaði með 2-2 jafntefli en rauða spjaldið fékk Jón Guðni eftir að Framarar skoruðu jöfnunarmarkið í leiknum.

„Við skoruðum þarna mark og þegar ég snúði mér við liggur [Danni] König í grasinu. Þegar ég hleyp yfir hann þá lyftir hann aðeins upp löppinni og ég rétt svo rakst í hann," sagði Jón Guðni.

„Það er ekki eins og að hann hafi fótbrotnað og þetta var aldrei rautt spjald. Ég vona að það sé hægt að skoða þetta og Kiddi hlýtur að sjá eftir þessu þegar hann sér atvikið í sjónvarpinu."

Þar sem Jón Guðni hefur áður fengið rautt spjald í sumar verður hann dæmdur í tveggja leikja bann nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×