Umfjöllun: Jafntefli í fjörugum Reykjavíkurslag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. júlí 2010 15:19 Mynd/Stefán Fram og Valur skildu í kvöld jöfn, 2-2, í fjörugum leik í Laugardalnum. Valsmenn komust 2-0 yfir í fyrri hálfleik en Framarar svöruðu fyrir sig og áttu góðan möguleika á að tryggja sér öll þrjú stigin sem í boði voru. Valsmenn byrjuðu miklu betur í leiknum og náðu yfirhöndinni strax á níundu mínútu leiksins er Guðmundur Steinn Hafsteinsson skallaði fyrirgjöf Jóns Vilhelms Ákasonar í markið. Jón Vilhelm var þá sjálfur nýbúinn að eiga skalla að marki en Hannes Þór Halldórsson varði vel frá honum. Aðeins þremur mínútum síðar fengu Valsmenn tækifæri til að gera nánast út um leikinn er Jón Gunnar Eysteinsson braut á Stefáni Eggertssyni, bakverði Valsmanna, og víti var dæmt. Danni König tók vítið sem var alls ekki slæmt en Hannes Þór varði glæsilega frá honum. Valsmenn héldu áfram að vera með undirtökin eftir og König náði að bæta fyrir klúðrið í vítaspyrnunni er hann skoraði fínt mark með skalla á 31. mínútu. Martin Pedersen átti sendingu inn á teig úr aukaspyrnu og König stýrði knettinum í markhornið. Eftir þetta virtust Framarar einfaldlega vakna til lífsins og fyrst þá byrjuðu þeir að sækja að einhverju ráði. Það skilaði marki í blálok hálfleiksins er Jón Guðni Fjóluson hafði betur í baráttu við Kjartan Sturluson markvörð eftir fyrirgjöf Sam Tillen og skallaði boltann í markið. Það voru semsagt öll mörkin í fyrri hálfleik skoruð með skalla. En þrátt fyrir að þrjú mörk hafi verið skoruð í fyrri hálfleik var sá síðari miklu líflegri og á köflum afar dramatískur. Það byrjaði á því að Kristján Hauksson varði skot Arnars Sveins Geirssonar á línu og stuttu síðar átti Hjálmar Þórarinsson skalla yfir markið úr úrvalsfæri hinum megin á vellinum. Kjartan Sturluson var svo nálægt því að gefa Frömurum jöfnunarmark er honum mistókst að hreinsa boltann frá marki og nánast rétti Tómasi Leifssyni boltann. Honum tókst þó að bjarga sér fyrir horn að lokum. Á 76. mínútu gerðist svo afar sérstakt atvik. Sam Tillen tók aukaspyrnu langt utan af velli sem fór yfir alla leikmenn í teignum og hafnaði í netinu. Þegar Framarar voru að fagna markinu kallaði Kristinn Jakobsson skyndilega Jón Guðna til sín og gaf honum beint rautt spjald. Honum var gefið að sök að hafa sparkað í Danni König sem lá í grasinu í kjölfar marksins. En þrátt fyrir að hafi verið manni færri síðasta stundarfjórðunginn voru Framarar líklegri til að skora sigurmarkið. Besta færið fékk Joe Tillen sem var kominn einn gegn Kjartani markverði eftir sendingu Kristins Inga Halldórssonar. Kjartan varði hins vegar vel frá honum. Þar við sat og bæði lið gengu heldur svekkt af velli. Niðurstaðan var þó líklega sanngjörn.Fram - Valur 2-2 0-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (9.) 0-2 Danni König (31.) 1-2 Jón Guðni Fjóluson (45.) 2-2 Sam Tillen (76.) Laugardalsvöllur. Áhorfendur: Óuppgefið.Dómari: Kristinn Jakobsson (6)Skot (á mark): 18-9 (10-6)Varin skot: Hannes 3 - Kjartan 8Hornspyrnur: 4-5Aukaspyrnur fengnar: 17-17Rangstöður: 1-0Fram (4-3-3): Hannes Þór Halldósson 7 Daði Guðmundsson 6 Kristján Hauksson 6 Jón Guðni Fjóluson 7 Sam Tillen 7 Halldór Hermann Jónsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Almarr Ormarsson 5 (56. Joe Tillen 6) Tómas Leifsson 4 (78. Jón Orri Ólafsson -) Ívar Björnsson 4 Hjálmar Þórarinsson 5 (88. Kristinn Ingi Halldórsson -) Valur (4-3-3): Kjartan Sturluson 7 Stefán Eggertsson 7 Reynir Leósson 6 Martin Pedersen 8 - maður leiksins Greg Ross 7 Haukur Páll Sigurðsson 6 Sigurbjörn Örn Hreiðarsson 6 (84. Rúnar Már Sigurjónsson -) Jón Vilhelm Ákason 5 (84. Ian Jeffs -) Arnar Sveinn Geirsson 5 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 5 (72. Haþór Ægir Vilhjálmsson -) Danni König 6Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fram - Valur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hannes Þór: Áttum að taka þrjú stig Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram, var óánægður með að hafa ekki náð þremur stigum gegn Val í kvöld en liðin gerðu 2-2 jafntefli. 5. júlí 2010 22:35 Reynir: Vorum frábærir í fyrri hálfleik Reynir Leósson sagði sína menn í Val hafa spilað frábæran fyrri hálfleik er liðið gerði 2-2 jafntefli við Fram á útivelli í kvöld. 5. júlí 2010 23:08 Þorvaldur: Við vorum betri Þorvaldur Örlygsson segir að Fram hefði átt skilið að vinna Val er liðin gerðu 2-2 jafntefli í Pepsi-deild karla í kvöld. 5. júlí 2010 22:53 Jón Guðni: Var ekki rautt Jón Guðni Fjóluson segir að hann hafi ekki átt skilið að fá rautt spjald hjá Kristni Jakobssyni í leik Fram og Vals í kvöld. 5. júlí 2010 22:58 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Fram og Valur skildu í kvöld jöfn, 2-2, í fjörugum leik í Laugardalnum. Valsmenn komust 2-0 yfir í fyrri hálfleik en Framarar svöruðu fyrir sig og áttu góðan möguleika á að tryggja sér öll þrjú stigin sem í boði voru. Valsmenn byrjuðu miklu betur í leiknum og náðu yfirhöndinni strax á níundu mínútu leiksins er Guðmundur Steinn Hafsteinsson skallaði fyrirgjöf Jóns Vilhelms Ákasonar í markið. Jón Vilhelm var þá sjálfur nýbúinn að eiga skalla að marki en Hannes Þór Halldórsson varði vel frá honum. Aðeins þremur mínútum síðar fengu Valsmenn tækifæri til að gera nánast út um leikinn er Jón Gunnar Eysteinsson braut á Stefáni Eggertssyni, bakverði Valsmanna, og víti var dæmt. Danni König tók vítið sem var alls ekki slæmt en Hannes Þór varði glæsilega frá honum. Valsmenn héldu áfram að vera með undirtökin eftir og König náði að bæta fyrir klúðrið í vítaspyrnunni er hann skoraði fínt mark með skalla á 31. mínútu. Martin Pedersen átti sendingu inn á teig úr aukaspyrnu og König stýrði knettinum í markhornið. Eftir þetta virtust Framarar einfaldlega vakna til lífsins og fyrst þá byrjuðu þeir að sækja að einhverju ráði. Það skilaði marki í blálok hálfleiksins er Jón Guðni Fjóluson hafði betur í baráttu við Kjartan Sturluson markvörð eftir fyrirgjöf Sam Tillen og skallaði boltann í markið. Það voru semsagt öll mörkin í fyrri hálfleik skoruð með skalla. En þrátt fyrir að þrjú mörk hafi verið skoruð í fyrri hálfleik var sá síðari miklu líflegri og á köflum afar dramatískur. Það byrjaði á því að Kristján Hauksson varði skot Arnars Sveins Geirssonar á línu og stuttu síðar átti Hjálmar Þórarinsson skalla yfir markið úr úrvalsfæri hinum megin á vellinum. Kjartan Sturluson var svo nálægt því að gefa Frömurum jöfnunarmark er honum mistókst að hreinsa boltann frá marki og nánast rétti Tómasi Leifssyni boltann. Honum tókst þó að bjarga sér fyrir horn að lokum. Á 76. mínútu gerðist svo afar sérstakt atvik. Sam Tillen tók aukaspyrnu langt utan af velli sem fór yfir alla leikmenn í teignum og hafnaði í netinu. Þegar Framarar voru að fagna markinu kallaði Kristinn Jakobsson skyndilega Jón Guðna til sín og gaf honum beint rautt spjald. Honum var gefið að sök að hafa sparkað í Danni König sem lá í grasinu í kjölfar marksins. En þrátt fyrir að hafi verið manni færri síðasta stundarfjórðunginn voru Framarar líklegri til að skora sigurmarkið. Besta færið fékk Joe Tillen sem var kominn einn gegn Kjartani markverði eftir sendingu Kristins Inga Halldórssonar. Kjartan varði hins vegar vel frá honum. Þar við sat og bæði lið gengu heldur svekkt af velli. Niðurstaðan var þó líklega sanngjörn.Fram - Valur 2-2 0-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (9.) 0-2 Danni König (31.) 1-2 Jón Guðni Fjóluson (45.) 2-2 Sam Tillen (76.) Laugardalsvöllur. Áhorfendur: Óuppgefið.Dómari: Kristinn Jakobsson (6)Skot (á mark): 18-9 (10-6)Varin skot: Hannes 3 - Kjartan 8Hornspyrnur: 4-5Aukaspyrnur fengnar: 17-17Rangstöður: 1-0Fram (4-3-3): Hannes Þór Halldósson 7 Daði Guðmundsson 6 Kristján Hauksson 6 Jón Guðni Fjóluson 7 Sam Tillen 7 Halldór Hermann Jónsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Almarr Ormarsson 5 (56. Joe Tillen 6) Tómas Leifsson 4 (78. Jón Orri Ólafsson -) Ívar Björnsson 4 Hjálmar Þórarinsson 5 (88. Kristinn Ingi Halldórsson -) Valur (4-3-3): Kjartan Sturluson 7 Stefán Eggertsson 7 Reynir Leósson 6 Martin Pedersen 8 - maður leiksins Greg Ross 7 Haukur Páll Sigurðsson 6 Sigurbjörn Örn Hreiðarsson 6 (84. Rúnar Már Sigurjónsson -) Jón Vilhelm Ákason 5 (84. Ian Jeffs -) Arnar Sveinn Geirsson 5 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 5 (72. Haþór Ægir Vilhjálmsson -) Danni König 6Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fram - Valur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hannes Þór: Áttum að taka þrjú stig Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram, var óánægður með að hafa ekki náð þremur stigum gegn Val í kvöld en liðin gerðu 2-2 jafntefli. 5. júlí 2010 22:35 Reynir: Vorum frábærir í fyrri hálfleik Reynir Leósson sagði sína menn í Val hafa spilað frábæran fyrri hálfleik er liðið gerði 2-2 jafntefli við Fram á útivelli í kvöld. 5. júlí 2010 23:08 Þorvaldur: Við vorum betri Þorvaldur Örlygsson segir að Fram hefði átt skilið að vinna Val er liðin gerðu 2-2 jafntefli í Pepsi-deild karla í kvöld. 5. júlí 2010 22:53 Jón Guðni: Var ekki rautt Jón Guðni Fjóluson segir að hann hafi ekki átt skilið að fá rautt spjald hjá Kristni Jakobssyni í leik Fram og Vals í kvöld. 5. júlí 2010 22:58 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Hannes Þór: Áttum að taka þrjú stig Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram, var óánægður með að hafa ekki náð þremur stigum gegn Val í kvöld en liðin gerðu 2-2 jafntefli. 5. júlí 2010 22:35
Reynir: Vorum frábærir í fyrri hálfleik Reynir Leósson sagði sína menn í Val hafa spilað frábæran fyrri hálfleik er liðið gerði 2-2 jafntefli við Fram á útivelli í kvöld. 5. júlí 2010 23:08
Þorvaldur: Við vorum betri Þorvaldur Örlygsson segir að Fram hefði átt skilið að vinna Val er liðin gerðu 2-2 jafntefli í Pepsi-deild karla í kvöld. 5. júlí 2010 22:53
Jón Guðni: Var ekki rautt Jón Guðni Fjóluson segir að hann hafi ekki átt skilið að fá rautt spjald hjá Kristni Jakobssyni í leik Fram og Vals í kvöld. 5. júlí 2010 22:58
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast