Enski boltinn

Ferguson: Engin eftirsjá yfir því að hafa selt Beckham

Ómar Þorgeirsson skrifar
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum og þegar hann var inntur eftir því hvort að hann hafi einhvern tímann séð eftir því að hafa selt David Beckham frá United, til Real Madrid á 25 milljónir punda, þá lá ekki á svari.

„Það er engin eftirsjá yfir því að hafa selt Beckham. Maður heldur bara áfram og einbeitir sér að mikilvægari hlutum," segir Ferguson sem býst við miklu fjölmiðlafári í kringum endurkomu Beckham á Old Trafford þegar Manchester United mætir AC Milan í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

„Þetta verður án vafa algjör fjölmiðlasirkus í kringum þessa leiki því Beckham er ekki aðeins hátt skrifaður fótboltamaður því hann er líka stórstjarna utan vallar. Við munum hins vegar ekkert skipta okkur af því og einbeita okkur bara að því að gera hlutina rétt inni á vellinum," segir Fergusson í viðtali við Inside United blaðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×