Fótbolti

Pele: Maradona er ekki góður þjálfari

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Maradona.
Maradona. AFP
Pele hefur enn og aftur gagnrýnt Diego Maradona. Þeir eru jafnframt taldir bestu knattspyrnumenn sögurnar og hafa verið duglegir að kynda hvorn annan.

Þessi nýjasta árás Pele virðist vera tilhæfulaus og komi einmitt á þeim tíma til að reyna að trufla Maradona í undirbúningi fyrir leikinn gegn Þýskalandi á laugardaginn.

Brasilíumaðurinn Pele sagði í síðasta mánuði að Maradona hefði bara tekið starfið að sér af því hann vantaði pening.

Maradona svaraði með því að segja að Pele ætti heima á safni.

"Hann er ekki góður þjálfari af því lífstíll hans er undarlegur og það getur ekki gengið vel í leikmannahópnum," sagði Pele sem vekur þó furðu þar sem leikmenn Argentínu virðast elska að spila fyrir Maradona. Pele var í viðtali við þýska tímaritið 11Freunde.

Pele hrósaði einnig þýska liðinu í viðtalinu, sérstaklega Mesut Özil og Thomas Muller.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×