Fótbolti

HM 2010: Yfir 70 nýir sjúkrabílar keyptir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Suður-Afríkumenn eru í óða önn að undirbúa HM sem hefst í júní. Það þarf að huga að ýmsu í slíkum undirbúningi og öryggi er þar ofarlega.

Heilbrigðisráðuneyti landsins hefur nú fjárfest í 71 nýjum sjúkrabíl svo ferðamenn í landinu geti enn frekar stólað á að fá góða þjónustu ef eitthvað skildi koma upp á.

Miðað við fjöldann sem mun sækja landið heim í sumar telja menn ljóst að það verði eitthvað gera hjá sjúkraflutningamönnum, því veiti ekki af þessum aukafjölda af sjúkrabílum.

Sjúkrabílaflotinn verður endurnýjaður að einhverju leyti enda yrði það frekar neyðarlegt ef sjúkrabíllinn myndi bila á leiðinni á spítalann.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×