Íslenski boltinn

Halldór Hermann búinn að framlengja við Framara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Halldór Hermann Jónsson er vinnussamur miðjumaður.
Halldór Hermann Jónsson er vinnussamur miðjumaður. Mynd/Arnþór
Halldór Hermann Jónsson er búinn að framlengja við Framara til ársins 2011 en hann hefur spilað vel á miðju Framliðsins undanfari tvö tímabil eftir að hafa komið frá Fjarðabyggð fyrir sumarið 2008.

Halldór Hermann lék fyrir Þorvald Örlygsson hjá Fjarðabyggð í 1. deildinni sumarið 2007 og fylgdi honum síðan yfir í Safamýrina.

Halldór Hermann hefur leikið 70 meistaraflokksleiki með Fram þar af 49 þeirra í Pepsi-deildinni. Halldór skoraði sín fyrstu úrvalsdeildarmörk síðasta sumur og komu þau bæði í 5-0 sigri á Keflavík í ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×