Fótbolti

Nani eyðilagði snilldarmark Ronaldo í gær - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo gat ekki leynt svekkelsi sínu þegar markið var dæmt af.
Cristiano Ronaldo gat ekki leynt svekkelsi sínu þegar markið var dæmt af. Mynd/AP
Portúgalir unnu 4-0 stórsigur á heims- og evrópumeisturum Spánverja í gærkvöldi en leikurinn hefði kannski átt að fara 5-0. Cristiano Ronaldo sýndi snilldartilþrif á 37. mínútu leiksins þegar hann plataði Gerard Pique upp úr skónum og lyfti honum síðan fullkomlega yfir Iker Casillas í markinu. Markið var þó ekki dæmt gilt þökk sé hugsunarleysi Nani.

Nani var rangstæður þegar Ronaldo lyfti boltanum yfir Casillas en hann skallaði boltann engu að síður inn í markið á marklínunni og stal markinu af fyrrum félaga sínum hjá Manchester United. Vandamálið var að hann stal ekki aðeins þessu snilldarmarki heldur sá hann til þess að það var dæmt af vegna rangstöðu.

Það er hægt að skoða markið sem aldrei varð dæmt gilt með því að smella hér til að sjá alla sóknina og hér til að sjá endursýninguna í betri gæðum. Nani baðst afsökunar á hugsunarleysi sínu eftir leikinn.

„Ég tók boltann því ég hélt að ég væri réttstæður. Þetta gerðist allt svo hratt. Ég bað Ronaldo afsökunar þegar ég var búin að hugsa málið betur. Þetta var frábærlega gert hjá honum og ég hefði ekki átt að eyðileggja þetta," sagði Nani í viðtölum við portúgalska fjölmiðla eftir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×