Fótbolti

Defoe heldur partý fyrir enska landsliðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Defoe er hress gaur.
Defoe er hress gaur.

Ensku landsliðsmennirnir í knattspyrnu ætla ekki að syrgja ömurlegt HM allt of lengi því þeir stefna margir að því að mæta í heljarinnar teiti hjá Jermain Defoe áður en þeir fara í frí með fjölskyldum sínum.

Þó svo enska landsliðið hafi ekki neinu að fagna sá Defoe samt ástæðu til þess að húrra mannskapnum saman en landsliðsmennirnir eru loksins komnir í frí eftir afar langt tímabil.

Enskir fjölmiðlar eru ekki allir par hrifnir af þessu uppátæki og mæla sumir hverjir með því að þeir verði í felubúningum í augnablikinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×