Fótbolti

Asíuævintýri Ray lokið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ray Anthony Jónsson (nr. 27) fagnar ásamt félögum sínum
Ray Anthony Jónsson (nr. 27) fagnar ásamt félögum sínum Mynd/AP

Ray Anthony Jónsson og félagar í filippeyska landsliðinu eru úr leik á Suzuki Cup eftir að hafa tapað fyrir Indónesíu í undanúrslitum.

Suzuki Cup er haldið annað hvert ár og þar keppa lið frá suðausturhluta Asíu.

Ray er 31 árs varnarmaður úr Grindavík þar sem hann hefur leikið allan sinn feril. Hann keppti í fyrsta sinn með landsliði Filippseyja á mótinu.

Filippseyjar töpuðu í dag fyrir Indónesíu, 1-0, og samanlagt 2-0 í undanúrslitum keppninnar. Ray var fastamaður í liði Filippseyja og lék að venju allan leikinn.

Indónesía mætir Malasíu í tveimur úrslitaleikjum á milli jóla og nýárs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×