Enski boltinn

Pavlyuchenko gæti enn yfirgefið herbúðir Tottenham

Ómar Þorgeirsson skrifar
Roman Pavlyuchenko.
Roman Pavlyuchenko. Nordic photos/AFP

Samkvæmt heimildum Daily Mail þá mun umboðsmaður rússneska framherjans Roman Pavlyuchenko hjá Tottenham ekki vera búinn að útiloka möguleikann á að leikmaðurinn yfirgefi herbúðir Lundúnafélagsins á næstu vikum.

Þrátt fyrir að félagaskiptaglugginn fyrir ensk félög sé lokaður þá hafa félög í Rússlandi möguleika á að kaupa nýja leikmenn þangað til í mars þegar nýtt keppnistímabil hefst þar í landi.

Ef marka má orð umboðsmannsins þá virðist Lokomotiv Moskva vera í bílstjórasætinu hvað varðar möguleg félagaskipti Pavlyuchenko en rússnenski landsliðsmaðurinn hefur einnig verið orðaður við Spartak Moskvu og Zenit frá Pétursborg.

„Ég talaði í þrígang við forseta Lokomotiv Moskvu og við erum því enn að vinna á fullu í málunum fyrir Roman," sagði Oleg Artemov í viðtali við Daily Mail.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×