Ríkisstjórnin skoðar aðkomu að HS Orku 17. maí 2010 06:30 Vinstri græn í Hafnarfirði og Suðurnesjum vilja að öll framtíðarorkunýting á svæði Suðurlinda, sem er í eigu Hafnarfjarðar, Grindavíkur og Voga, verði háð samfélagslegu eignarhaldi. fréttablaðið/valli Fulltrúar kanadíska fyrirtækisins Magma Energy munu ganga á fund ráðherra í dag þar sem möguleg aðkoma ríkisins að málum HS Orku verður rædd. Ekki var tekin ákvörðun um sölu á hlut Geysis Green í HS Orku til Magma í gær. Boðað verður til blaðamannafundar um málið í dag. Ýmsar atlögur hafa verið gerðar að málinu og hefur ætíð slitnað upp úr viðræðum. Að þeim hafa, auk fulltrúa ríkisins og fyrirtækisins, komið fulltrúar lífeyrissjóðanna, Grindavíkur og Framtakssjóðs. Ekki hefur gengið saman og því var yfirlýst stefna fyrirtækisins að selja Magma Energy hlutinn. Sú hugmynd hefur mætt mikilli andstöðu, ekki síst frá Vinstri grænum. Ögmundur Jónasson, þingmaður flokksins, lýsti eftir því í gær að salan yrði stöðvuð. Þá hefur Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lýst yfir andstöðu sinni á fyrirhugaðri sölu. Einnig má nefna að Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi A-lista í Reykjanesbæ, sameiginlegs lista Samfylkingar og Framsóknarflokksins, hefur lýst því yfir að fyrirhuguð sala þýði að hagnaður af orkusölu flytjist úr landi. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Hafnarfirði, hyggst leggja fram tillögu í bæjarstjórn þess efnis að samfélagsleg yfirráð í landi sveitarfélagsins verði tryggð. Þau mál eru á hendi opinbera hlutafélagsins Suðurlinda, sem heldur utan um náttúruauðlindir Hafnarfjarðar, Grindavíkur og Voga. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að sambærileg tillaga sé væntanleg í hinum sveitarfélögunum. Guðrún bendir á að þau svæði sem HS Orka skilgreini sem sín framtíðarvirkjunarsvæði séu innan marka bæjarfélaganna þriggja. Hún segir fráleitt að ætla sér að selja hlutinn nú til kanadíska fyrirtækisins. „Það sýnir örvæntingu Reyknesinga að ganga frá sölunni nú til að fegra bókhaldið. Þeir eru bara að selja auðlindirnar til að bjarga sjálfum sér." Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er allsendis óvíst hvort af samningum verður við ríkisvaldið. Þykir sumum stjórnarliðum að ríkið eigi nóg með hluti sína í Landsvirkjun, Rarik og Orkubúi Vestfjarða, enda sé skuldsetning mikil í orkugeiranum. Aðrir líta á það sem prinsippmál að missa ekki auðlindir í erlenda eigu. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Siggi til Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Fulltrúar kanadíska fyrirtækisins Magma Energy munu ganga á fund ráðherra í dag þar sem möguleg aðkoma ríkisins að málum HS Orku verður rædd. Ekki var tekin ákvörðun um sölu á hlut Geysis Green í HS Orku til Magma í gær. Boðað verður til blaðamannafundar um málið í dag. Ýmsar atlögur hafa verið gerðar að málinu og hefur ætíð slitnað upp úr viðræðum. Að þeim hafa, auk fulltrúa ríkisins og fyrirtækisins, komið fulltrúar lífeyrissjóðanna, Grindavíkur og Framtakssjóðs. Ekki hefur gengið saman og því var yfirlýst stefna fyrirtækisins að selja Magma Energy hlutinn. Sú hugmynd hefur mætt mikilli andstöðu, ekki síst frá Vinstri grænum. Ögmundur Jónasson, þingmaður flokksins, lýsti eftir því í gær að salan yrði stöðvuð. Þá hefur Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lýst yfir andstöðu sinni á fyrirhugaðri sölu. Einnig má nefna að Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi A-lista í Reykjanesbæ, sameiginlegs lista Samfylkingar og Framsóknarflokksins, hefur lýst því yfir að fyrirhuguð sala þýði að hagnaður af orkusölu flytjist úr landi. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Hafnarfirði, hyggst leggja fram tillögu í bæjarstjórn þess efnis að samfélagsleg yfirráð í landi sveitarfélagsins verði tryggð. Þau mál eru á hendi opinbera hlutafélagsins Suðurlinda, sem heldur utan um náttúruauðlindir Hafnarfjarðar, Grindavíkur og Voga. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að sambærileg tillaga sé væntanleg í hinum sveitarfélögunum. Guðrún bendir á að þau svæði sem HS Orka skilgreini sem sín framtíðarvirkjunarsvæði séu innan marka bæjarfélaganna þriggja. Hún segir fráleitt að ætla sér að selja hlutinn nú til kanadíska fyrirtækisins. „Það sýnir örvæntingu Reyknesinga að ganga frá sölunni nú til að fegra bókhaldið. Þeir eru bara að selja auðlindirnar til að bjarga sjálfum sér." Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er allsendis óvíst hvort af samningum verður við ríkisvaldið. Þykir sumum stjórnarliðum að ríkið eigi nóg með hluti sína í Landsvirkjun, Rarik og Orkubúi Vestfjarða, enda sé skuldsetning mikil í orkugeiranum. Aðrir líta á það sem prinsippmál að missa ekki auðlindir í erlenda eigu. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Siggi til Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira