Ögmundur: Hrikaleg tíðindi 17. maí 2010 12:23 „Þessir erlendu aðilar eru hvorki Rauði krossinn né Hjálpræðisherinn,“ segir Ögmundur sem er óánægður með samkomulag Magma og GGE um kaupin á hlutabréfum í HS Orku. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir samkomulag Magma Energy og Geysir Green Energy um að Magma kaupi öll hlutabréf Geysis í HS-Orku vera hrikaleg tíðindi. Alþingi og ríkisstjórnin verði að grípa í taumana. Kaupverðið er 16 milljarðar króna og verður það greitt með reiðufé og yfirtöku skuldabréfa. Með Kaupunum verður Magma langstærsti hlutahafi í HS Orku með yfir 98% hlut. Fram kemur í tilkynningu sem félögin sendu frá sér í morgun að íslenska ríkið muni eiga forkaupsrétt að eignarhlut Magma Energy í HS Orku kjósi Magma að selja sinn hlut. Ögmundur segir þetta vera hrikaleg tíðindi. „Mér finnst þetta hrikalegt. Það er náttúrlega seint í rassinn gripið að ætla að gera eitthvað í málinu núna en ég vill engu að síður að það verði skoðað. Við munum fara yfir málið á þingflokksfundi sem hefst klukkan hálf tvö og sjá hvað hægt er að gera í stöðunni. Það er greinilegt að þeir sem véla með þetta á markaði eru gersneyddir öllu sem að heitir ábyrgðarkennd gagnvart sínu samfélagi. Þá er það náttúrulega stjórnvalda, löggjafans og ríkisstjórnar, að grípa í taumanna. Ef að það er ekki gert og ef að við stöndum ekki vörð um auðlindar okkar betur en þetta þá eru við hreinlega að falla á prófinu." Verðmæt auðlind sem á að vera í samfélagseigu Ögmundur segir að skoða verði hvernig ríkisstjórnin og Alþingi geti gripið í taumana. Hann bendir á að Vinstri grænir í Reykjanesbæ íhugi að fara með málið fyrir dómstóla. „Það er ein leið en síðan vil ég að farið verði rækilega yfir þetta í dag og að allir kostir í stöðunni verði skoðaðir." Þá segir Ögmundur að erlendir aðilar eigi ekki að eignast orkufyrirtæki hér á landi. „Vegna þess að þetta er verðmæt auðlind sem á að vera í eigu samfélagsins. Þessir erlendu aðilar eru hvorki Rauði krossinn né Hjálpræðisherinn. Þetta eru fjárfestar sem ætla að hafa hagnað af fjárfestingu sinni." Tengdar fréttir Ríkisstjórnin skoðar aðkomu að HS Orku Fulltrúar kanadíska fyrirtækisins Magma Energy munu ganga á fund ráðherra í dag þar sem möguleg aðkoma ríkisins að málum HS Orku verður rædd. Ekki var tekin ákvörðun um sölu á hlut Geysis Green í HS Orku til Magma í gær. Boðað verður til blaðamannafundar um málið í dag. 17. maí 2010 06:30 Magma Energy eignast 98,5% hlut í HS Orku Dótturfyrirtæki kanadíska jarðhitafyrirtækisins Magma Energy og Geysir Green Energy hafa náð samkomulagi um að Magma kaupi öll hlutabréf Geysis í HS Orku og verður Magma þar með aðaleigandi félagsins með 98,5% hlut. 17. maí 2010 10:36 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir samkomulag Magma Energy og Geysir Green Energy um að Magma kaupi öll hlutabréf Geysis í HS-Orku vera hrikaleg tíðindi. Alþingi og ríkisstjórnin verði að grípa í taumana. Kaupverðið er 16 milljarðar króna og verður það greitt með reiðufé og yfirtöku skuldabréfa. Með Kaupunum verður Magma langstærsti hlutahafi í HS Orku með yfir 98% hlut. Fram kemur í tilkynningu sem félögin sendu frá sér í morgun að íslenska ríkið muni eiga forkaupsrétt að eignarhlut Magma Energy í HS Orku kjósi Magma að selja sinn hlut. Ögmundur segir þetta vera hrikaleg tíðindi. „Mér finnst þetta hrikalegt. Það er náttúrlega seint í rassinn gripið að ætla að gera eitthvað í málinu núna en ég vill engu að síður að það verði skoðað. Við munum fara yfir málið á þingflokksfundi sem hefst klukkan hálf tvö og sjá hvað hægt er að gera í stöðunni. Það er greinilegt að þeir sem véla með þetta á markaði eru gersneyddir öllu sem að heitir ábyrgðarkennd gagnvart sínu samfélagi. Þá er það náttúrulega stjórnvalda, löggjafans og ríkisstjórnar, að grípa í taumanna. Ef að það er ekki gert og ef að við stöndum ekki vörð um auðlindar okkar betur en þetta þá eru við hreinlega að falla á prófinu." Verðmæt auðlind sem á að vera í samfélagseigu Ögmundur segir að skoða verði hvernig ríkisstjórnin og Alþingi geti gripið í taumana. Hann bendir á að Vinstri grænir í Reykjanesbæ íhugi að fara með málið fyrir dómstóla. „Það er ein leið en síðan vil ég að farið verði rækilega yfir þetta í dag og að allir kostir í stöðunni verði skoðaðir." Þá segir Ögmundur að erlendir aðilar eigi ekki að eignast orkufyrirtæki hér á landi. „Vegna þess að þetta er verðmæt auðlind sem á að vera í eigu samfélagsins. Þessir erlendu aðilar eru hvorki Rauði krossinn né Hjálpræðisherinn. Þetta eru fjárfestar sem ætla að hafa hagnað af fjárfestingu sinni."
Tengdar fréttir Ríkisstjórnin skoðar aðkomu að HS Orku Fulltrúar kanadíska fyrirtækisins Magma Energy munu ganga á fund ráðherra í dag þar sem möguleg aðkoma ríkisins að málum HS Orku verður rædd. Ekki var tekin ákvörðun um sölu á hlut Geysis Green í HS Orku til Magma í gær. Boðað verður til blaðamannafundar um málið í dag. 17. maí 2010 06:30 Magma Energy eignast 98,5% hlut í HS Orku Dótturfyrirtæki kanadíska jarðhitafyrirtækisins Magma Energy og Geysir Green Energy hafa náð samkomulagi um að Magma kaupi öll hlutabréf Geysis í HS Orku og verður Magma þar með aðaleigandi félagsins með 98,5% hlut. 17. maí 2010 10:36 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Ríkisstjórnin skoðar aðkomu að HS Orku Fulltrúar kanadíska fyrirtækisins Magma Energy munu ganga á fund ráðherra í dag þar sem möguleg aðkoma ríkisins að málum HS Orku verður rædd. Ekki var tekin ákvörðun um sölu á hlut Geysis Green í HS Orku til Magma í gær. Boðað verður til blaðamannafundar um málið í dag. 17. maí 2010 06:30
Magma Energy eignast 98,5% hlut í HS Orku Dótturfyrirtæki kanadíska jarðhitafyrirtækisins Magma Energy og Geysir Green Energy hafa náð samkomulagi um að Magma kaupi öll hlutabréf Geysis í HS Orku og verður Magma þar með aðaleigandi félagsins með 98,5% hlut. 17. maí 2010 10:36