Fótbolti

Ronaldo skoraði í fyrsta sinn í tvo mánuði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ronaldo er búinn að bæta aðeins á sig.
Ronaldo er búinn að bæta aðeins á sig. Mynd/AFP
Brasilíumaðurinn Ronaldo skoraði langþráð mark fyrir lið sitt í nótt en þessi markahæsti leikmaður á HM frá upphafi var búinn að bíða í næstum tvo mánuði eftir marki. Ronaldo skoraði mark Corinthians í 1-1 jafntefli á móti Flamengo í brasilísku deildinni.

Ronaldo skoraði markið með skoti úr teiginum á 30. mínútu en Flamengo jafnaði leikinn í seinni hálfleik og kom í veg fyrir að Corinthians kæmist í toppsætið.

Hinn 33 ára gamli Ronaldo hafði ekki skorað síðan að hann skoraði úr vítaspyrnu á móti Atletico Paranaense 8. september síðastliðinn.

Ronaldo missti reyndar úr tíu leiki á þessum tíma vegna meiðsla en hann var að spila spila sinn þriðja leik í röð í nótt. Ronaldo er samtals með 3 mörk í 6 leikjum á tímabilinu en Corinthians-liðið er í 2. sæti deildarinnar á eftir Fluminense þegar sex umferðir eru eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×