Enski boltinn

Liverpool slapp með markalaust jafntefli frá Birmingham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það gekk oft mikið á upp við mark Liverpool í leiknum.
Það gekk oft mikið á upp við mark Liverpool í leiknum. Mynd/AP
Liverpool gat þakkað markverði sínum og bitleysi sóknarmanna Birmingham fyrir að fá stig út úr leik sínum á móti Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Birmingham skapaði miklu fleiri færi en gestirnir en undir lokin voru Liverpool-menn þó nálægt því að stela sigrinum.

Pepe Reina varði nokkrum sinnum frábærlega í marki Liverpool og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum þegar spænski markvörðurinn átti meðal annars eina vörslu að hætti Gordan Banks.

Paul Konchesky og Raul Meireles léku sinn fyrsta leik fyrir Liverpool,  Konchesky fór útaf meiddur og Meireles kom inn á sem varamaður síðustu fimmtán mínútur leiksins.

Liverpool er aðeins í 13. sæti deildarinnar með aðeins einn sigur og 5 stig út úr fyrstu fjórum leikjunum. Birmingham er stigi og átta sætum ofar í 5. sætinu eða í næsta sæti á eftir nýliðum Blackpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×