Fótbolti

Samir Nasri knattspyrnumaður ársins í Frakklandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Samir Nasri, til vinstri, fagnar marki.
Samir Nasri, til vinstri, fagnar marki. Nordic Photos / Getty Images

Samir Nasri hefur verið valinn knattspyrnumaður ársins í Frakklandi en hann var einmitt ekki valinn í HM-hóp Frakka nú í sumar.

Frökkum gekk skelfilega á HM í sumar og áttu í miklum vandræðum, bæði innan vallar sem utan. Nasri græðir vafalaust á því að hafa ekki verið þátttakandi í þeim farsa.

Þeir Florent Malouda og Hugo Lloris komu komu næstir í kjöri tímaritsins France Football en Nasri hefur spilað vel með Arsenal á árinu, sérstaklega í haust, og hefur aftur unnið sér sæti í franska landsliðinu síðan að Laurent Blanc tók við því.

Didier Deschamps, þjálfari Marseille, var valinn þjálfari ársins og Brasilíumaðurinn Nene, leikmaður PSG, besti erlendi leikmaðurinn. Yann Mvila hjá Rennes var kjörinn besti ungi leikmaðurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×