Fótbolti

Heppinn Dani vann tíu milljónir á dönsku lengjunni

Arnar Björnsson skrifar
Leikmenn FC Kaupmannahafnar fagna sigri í Grikklandi í gær.
Leikmenn FC Kaupmannahafnar fagna sigri í Grikklandi í gær. Mynd/AP

Hann datt heldur betur í lukkupottinn, Daninn sem veðjaði á úrslit sex leikja í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Hann lagði 200 krónur danskar undir, rúmar 4 þúsund íslenskar og fékk rúmar 10 milljónir króna.

Stuðullinn hjá Dananum var 2446. Hann spáði að Lyon myndi vinna Hapoel á útivelli með meira en einu marki, að Inter myndi vinna með meira en tveggja marka mun, Tottenham ynni með meira en einu marki gegn Twente, að Schalke myndi vinna með meira en einu markiog að Manchester United og FC Kaupmannahöfn sigruðu á útivelli.

Allt gékk þetta eftir og Daninn græddi því rúmar 10 milljónir íslenskra króna. Kvöldið í gær reyndist útgjaldasamt fyrir dönsku getraunirnar og þá sérstaklega sigur FC Kaupmannahafnar í Grikklandi. Þau úrslit ein kostuðu dönsku getraunirnar rúmar 40 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×