Eiður: Ummæli Pulis komu mér á óvart Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. október 2010 14:30 Eiður Smári í leik með Stoke. Nordic Photos / Getty Images Eiður Smári Guðjohnsen er í ítarlegu viðtali við breska götublaðið The Sun í dag þar sem hann útskýrir af hverju hann ákvað að ganga til liðs við Stoke City. Eiður hefur ekki náð að vinna sér fast sæti í liði Stoke síðan hann kom til félagsins fyrir einum og hálfum mánuði síðan. Tony Pulis, stjóri Stoke, sagði á dögunum að það hefði komið honum á óvart hversu slæmu formi hann væri í og að það gæti verið einhver bið í að hann gæti spilað heilan leik með Stoke. Eiður Smári var spurður út í þessi ummæli af blaðamanni The Sun. „Ummælin komu mér ekki í uppnám en þau komu mér nokkuð á óvart," sagði Eiður Smári. „Ég ræddi við Tony þegar ég skrifaði undir og allir hjá félaginu vissu að ég hafði verið útskúfaður hjá Monaco. Ég þurfti að æfa einn míns liðs og það er erfitt að vera á tánum í þanni aðstæðum." „Þegar Stoke kom til sögunnar var ég heiðarlegur og sagði að ég hefði ekki æft almennilega á undirbúningstímabilinu. Ég þyrfti því að leggja mikið á mig til að ná öðrum leikmönnum hvað formið varðar." „En ég er tilbúinn núna. Ég spilaði í 90 mínútur með íslenska landsliðinu í vikunni og ég er klár í slaginn," sagði Eiður en hann var þó á bekknum þegar leikur Stoke og Bolton hófst núna klukkan 14.00. Hann var spurður hvort að það hefði verið erfitt að fara til félags eins og Stoke eftir að hafa unnið ensku úrvalsdeildina með Chelsea og Meistaradeildina með Barcelona. Hvort honum þætti að ferill hans væri á niðurleið. „Nei, alls ekki. Mér fannst þetta frábært skref fyrir mig," sagði Eiður Smári. „Ég var ólmur í að byrja að spila aftur, sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni. Það má heldur ekki gleyma því að ég hóf feril minn hjá Bolton, félag sem er mjög líkt Stoke. Þess vegna er ég að vonast til þess að ég geti komið ferli mínum aftur af stað hér hjá Stoke því ég er viss um að ég eigi nokkur ár eftir." „Stuðningsmennirnir hafa verið frábærir og mér finnst ég vera velkominn hér. En það var einn fyrrum leikmaður sem sagðist vona að ég væri ekki hingað kominn bara til að hirða launatékkann. Ég man ekki hvað hann heitir en ég hló að þessu." „Ég hefði vel getað verið áfram í Monaco og hirt mín góðu laun þar og notið strandarinnar um leið - með fullri virðingu fyrir Stoke." Því næst var hann spurður hversu vel hann passaði við leikstíl Stoke, þar sem hann væri leikmaður sem væri góður á bolta og laglega takta - eitthvað sem Stoke er alls ekki þekkt fyrir. „Það hefur ýmislegt verið látið flakka um að Stoke væri lið sem beitti löngum sendingum og notaði löng innköst. En liðið snýst um meira en það." „Já, við erum öflugt lið sem erfitt er að vinna. En við erum líka með nokkra spennandi leikmenn. Vonandi fá mínir hæfileikar að njóta sín í liðinu og ég get bætt einhverju öðruvísi við leik liðsins." Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen er í ítarlegu viðtali við breska götublaðið The Sun í dag þar sem hann útskýrir af hverju hann ákvað að ganga til liðs við Stoke City. Eiður hefur ekki náð að vinna sér fast sæti í liði Stoke síðan hann kom til félagsins fyrir einum og hálfum mánuði síðan. Tony Pulis, stjóri Stoke, sagði á dögunum að það hefði komið honum á óvart hversu slæmu formi hann væri í og að það gæti verið einhver bið í að hann gæti spilað heilan leik með Stoke. Eiður Smári var spurður út í þessi ummæli af blaðamanni The Sun. „Ummælin komu mér ekki í uppnám en þau komu mér nokkuð á óvart," sagði Eiður Smári. „Ég ræddi við Tony þegar ég skrifaði undir og allir hjá félaginu vissu að ég hafði verið útskúfaður hjá Monaco. Ég þurfti að æfa einn míns liðs og það er erfitt að vera á tánum í þanni aðstæðum." „Þegar Stoke kom til sögunnar var ég heiðarlegur og sagði að ég hefði ekki æft almennilega á undirbúningstímabilinu. Ég þyrfti því að leggja mikið á mig til að ná öðrum leikmönnum hvað formið varðar." „En ég er tilbúinn núna. Ég spilaði í 90 mínútur með íslenska landsliðinu í vikunni og ég er klár í slaginn," sagði Eiður en hann var þó á bekknum þegar leikur Stoke og Bolton hófst núna klukkan 14.00. Hann var spurður hvort að það hefði verið erfitt að fara til félags eins og Stoke eftir að hafa unnið ensku úrvalsdeildina með Chelsea og Meistaradeildina með Barcelona. Hvort honum þætti að ferill hans væri á niðurleið. „Nei, alls ekki. Mér fannst þetta frábært skref fyrir mig," sagði Eiður Smári. „Ég var ólmur í að byrja að spila aftur, sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni. Það má heldur ekki gleyma því að ég hóf feril minn hjá Bolton, félag sem er mjög líkt Stoke. Þess vegna er ég að vonast til þess að ég geti komið ferli mínum aftur af stað hér hjá Stoke því ég er viss um að ég eigi nokkur ár eftir." „Stuðningsmennirnir hafa verið frábærir og mér finnst ég vera velkominn hér. En það var einn fyrrum leikmaður sem sagðist vona að ég væri ekki hingað kominn bara til að hirða launatékkann. Ég man ekki hvað hann heitir en ég hló að þessu." „Ég hefði vel getað verið áfram í Monaco og hirt mín góðu laun þar og notið strandarinnar um leið - með fullri virðingu fyrir Stoke." Því næst var hann spurður hversu vel hann passaði við leikstíl Stoke, þar sem hann væri leikmaður sem væri góður á bolta og laglega takta - eitthvað sem Stoke er alls ekki þekkt fyrir. „Það hefur ýmislegt verið látið flakka um að Stoke væri lið sem beitti löngum sendingum og notaði löng innköst. En liðið snýst um meira en það." „Já, við erum öflugt lið sem erfitt er að vinna. En við erum líka með nokkra spennandi leikmenn. Vonandi fá mínir hæfileikar að njóta sín í liðinu og ég get bætt einhverju öðruvísi við leik liðsins."
Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira