Eiður: Ummæli Pulis komu mér á óvart Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. október 2010 14:30 Eiður Smári í leik með Stoke. Nordic Photos / Getty Images Eiður Smári Guðjohnsen er í ítarlegu viðtali við breska götublaðið The Sun í dag þar sem hann útskýrir af hverju hann ákvað að ganga til liðs við Stoke City. Eiður hefur ekki náð að vinna sér fast sæti í liði Stoke síðan hann kom til félagsins fyrir einum og hálfum mánuði síðan. Tony Pulis, stjóri Stoke, sagði á dögunum að það hefði komið honum á óvart hversu slæmu formi hann væri í og að það gæti verið einhver bið í að hann gæti spilað heilan leik með Stoke. Eiður Smári var spurður út í þessi ummæli af blaðamanni The Sun. „Ummælin komu mér ekki í uppnám en þau komu mér nokkuð á óvart," sagði Eiður Smári. „Ég ræddi við Tony þegar ég skrifaði undir og allir hjá félaginu vissu að ég hafði verið útskúfaður hjá Monaco. Ég þurfti að æfa einn míns liðs og það er erfitt að vera á tánum í þanni aðstæðum." „Þegar Stoke kom til sögunnar var ég heiðarlegur og sagði að ég hefði ekki æft almennilega á undirbúningstímabilinu. Ég þyrfti því að leggja mikið á mig til að ná öðrum leikmönnum hvað formið varðar." „En ég er tilbúinn núna. Ég spilaði í 90 mínútur með íslenska landsliðinu í vikunni og ég er klár í slaginn," sagði Eiður en hann var þó á bekknum þegar leikur Stoke og Bolton hófst núna klukkan 14.00. Hann var spurður hvort að það hefði verið erfitt að fara til félags eins og Stoke eftir að hafa unnið ensku úrvalsdeildina með Chelsea og Meistaradeildina með Barcelona. Hvort honum þætti að ferill hans væri á niðurleið. „Nei, alls ekki. Mér fannst þetta frábært skref fyrir mig," sagði Eiður Smári. „Ég var ólmur í að byrja að spila aftur, sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni. Það má heldur ekki gleyma því að ég hóf feril minn hjá Bolton, félag sem er mjög líkt Stoke. Þess vegna er ég að vonast til þess að ég geti komið ferli mínum aftur af stað hér hjá Stoke því ég er viss um að ég eigi nokkur ár eftir." „Stuðningsmennirnir hafa verið frábærir og mér finnst ég vera velkominn hér. En það var einn fyrrum leikmaður sem sagðist vona að ég væri ekki hingað kominn bara til að hirða launatékkann. Ég man ekki hvað hann heitir en ég hló að þessu." „Ég hefði vel getað verið áfram í Monaco og hirt mín góðu laun þar og notið strandarinnar um leið - með fullri virðingu fyrir Stoke." Því næst var hann spurður hversu vel hann passaði við leikstíl Stoke, þar sem hann væri leikmaður sem væri góður á bolta og laglega takta - eitthvað sem Stoke er alls ekki þekkt fyrir. „Það hefur ýmislegt verið látið flakka um að Stoke væri lið sem beitti löngum sendingum og notaði löng innköst. En liðið snýst um meira en það." „Já, við erum öflugt lið sem erfitt er að vinna. En við erum líka með nokkra spennandi leikmenn. Vonandi fá mínir hæfileikar að njóta sín í liðinu og ég get bætt einhverju öðruvísi við leik liðsins." Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen er í ítarlegu viðtali við breska götublaðið The Sun í dag þar sem hann útskýrir af hverju hann ákvað að ganga til liðs við Stoke City. Eiður hefur ekki náð að vinna sér fast sæti í liði Stoke síðan hann kom til félagsins fyrir einum og hálfum mánuði síðan. Tony Pulis, stjóri Stoke, sagði á dögunum að það hefði komið honum á óvart hversu slæmu formi hann væri í og að það gæti verið einhver bið í að hann gæti spilað heilan leik með Stoke. Eiður Smári var spurður út í þessi ummæli af blaðamanni The Sun. „Ummælin komu mér ekki í uppnám en þau komu mér nokkuð á óvart," sagði Eiður Smári. „Ég ræddi við Tony þegar ég skrifaði undir og allir hjá félaginu vissu að ég hafði verið útskúfaður hjá Monaco. Ég þurfti að æfa einn míns liðs og það er erfitt að vera á tánum í þanni aðstæðum." „Þegar Stoke kom til sögunnar var ég heiðarlegur og sagði að ég hefði ekki æft almennilega á undirbúningstímabilinu. Ég þyrfti því að leggja mikið á mig til að ná öðrum leikmönnum hvað formið varðar." „En ég er tilbúinn núna. Ég spilaði í 90 mínútur með íslenska landsliðinu í vikunni og ég er klár í slaginn," sagði Eiður en hann var þó á bekknum þegar leikur Stoke og Bolton hófst núna klukkan 14.00. Hann var spurður hvort að það hefði verið erfitt að fara til félags eins og Stoke eftir að hafa unnið ensku úrvalsdeildina með Chelsea og Meistaradeildina með Barcelona. Hvort honum þætti að ferill hans væri á niðurleið. „Nei, alls ekki. Mér fannst þetta frábært skref fyrir mig," sagði Eiður Smári. „Ég var ólmur í að byrja að spila aftur, sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni. Það má heldur ekki gleyma því að ég hóf feril minn hjá Bolton, félag sem er mjög líkt Stoke. Þess vegna er ég að vonast til þess að ég geti komið ferli mínum aftur af stað hér hjá Stoke því ég er viss um að ég eigi nokkur ár eftir." „Stuðningsmennirnir hafa verið frábærir og mér finnst ég vera velkominn hér. En það var einn fyrrum leikmaður sem sagðist vona að ég væri ekki hingað kominn bara til að hirða launatékkann. Ég man ekki hvað hann heitir en ég hló að þessu." „Ég hefði vel getað verið áfram í Monaco og hirt mín góðu laun þar og notið strandarinnar um leið - með fullri virðingu fyrir Stoke." Því næst var hann spurður hversu vel hann passaði við leikstíl Stoke, þar sem hann væri leikmaður sem væri góður á bolta og laglega takta - eitthvað sem Stoke er alls ekki þekkt fyrir. „Það hefur ýmislegt verið látið flakka um að Stoke væri lið sem beitti löngum sendingum og notaði löng innköst. En liðið snýst um meira en það." „Já, við erum öflugt lið sem erfitt er að vinna. En við erum líka með nokkra spennandi leikmenn. Vonandi fá mínir hæfileikar að njóta sín í liðinu og ég get bætt einhverju öðruvísi við leik liðsins."
Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira