Eiður: Ummæli Pulis komu mér á óvart Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. október 2010 14:30 Eiður Smári í leik með Stoke. Nordic Photos / Getty Images Eiður Smári Guðjohnsen er í ítarlegu viðtali við breska götublaðið The Sun í dag þar sem hann útskýrir af hverju hann ákvað að ganga til liðs við Stoke City. Eiður hefur ekki náð að vinna sér fast sæti í liði Stoke síðan hann kom til félagsins fyrir einum og hálfum mánuði síðan. Tony Pulis, stjóri Stoke, sagði á dögunum að það hefði komið honum á óvart hversu slæmu formi hann væri í og að það gæti verið einhver bið í að hann gæti spilað heilan leik með Stoke. Eiður Smári var spurður út í þessi ummæli af blaðamanni The Sun. „Ummælin komu mér ekki í uppnám en þau komu mér nokkuð á óvart," sagði Eiður Smári. „Ég ræddi við Tony þegar ég skrifaði undir og allir hjá félaginu vissu að ég hafði verið útskúfaður hjá Monaco. Ég þurfti að æfa einn míns liðs og það er erfitt að vera á tánum í þanni aðstæðum." „Þegar Stoke kom til sögunnar var ég heiðarlegur og sagði að ég hefði ekki æft almennilega á undirbúningstímabilinu. Ég þyrfti því að leggja mikið á mig til að ná öðrum leikmönnum hvað formið varðar." „En ég er tilbúinn núna. Ég spilaði í 90 mínútur með íslenska landsliðinu í vikunni og ég er klár í slaginn," sagði Eiður en hann var þó á bekknum þegar leikur Stoke og Bolton hófst núna klukkan 14.00. Hann var spurður hvort að það hefði verið erfitt að fara til félags eins og Stoke eftir að hafa unnið ensku úrvalsdeildina með Chelsea og Meistaradeildina með Barcelona. Hvort honum þætti að ferill hans væri á niðurleið. „Nei, alls ekki. Mér fannst þetta frábært skref fyrir mig," sagði Eiður Smári. „Ég var ólmur í að byrja að spila aftur, sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni. Það má heldur ekki gleyma því að ég hóf feril minn hjá Bolton, félag sem er mjög líkt Stoke. Þess vegna er ég að vonast til þess að ég geti komið ferli mínum aftur af stað hér hjá Stoke því ég er viss um að ég eigi nokkur ár eftir." „Stuðningsmennirnir hafa verið frábærir og mér finnst ég vera velkominn hér. En það var einn fyrrum leikmaður sem sagðist vona að ég væri ekki hingað kominn bara til að hirða launatékkann. Ég man ekki hvað hann heitir en ég hló að þessu." „Ég hefði vel getað verið áfram í Monaco og hirt mín góðu laun þar og notið strandarinnar um leið - með fullri virðingu fyrir Stoke." Því næst var hann spurður hversu vel hann passaði við leikstíl Stoke, þar sem hann væri leikmaður sem væri góður á bolta og laglega takta - eitthvað sem Stoke er alls ekki þekkt fyrir. „Það hefur ýmislegt verið látið flakka um að Stoke væri lið sem beitti löngum sendingum og notaði löng innköst. En liðið snýst um meira en það." „Já, við erum öflugt lið sem erfitt er að vinna. En við erum líka með nokkra spennandi leikmenn. Vonandi fá mínir hæfileikar að njóta sín í liðinu og ég get bætt einhverju öðruvísi við leik liðsins." Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen er í ítarlegu viðtali við breska götublaðið The Sun í dag þar sem hann útskýrir af hverju hann ákvað að ganga til liðs við Stoke City. Eiður hefur ekki náð að vinna sér fast sæti í liði Stoke síðan hann kom til félagsins fyrir einum og hálfum mánuði síðan. Tony Pulis, stjóri Stoke, sagði á dögunum að það hefði komið honum á óvart hversu slæmu formi hann væri í og að það gæti verið einhver bið í að hann gæti spilað heilan leik með Stoke. Eiður Smári var spurður út í þessi ummæli af blaðamanni The Sun. „Ummælin komu mér ekki í uppnám en þau komu mér nokkuð á óvart," sagði Eiður Smári. „Ég ræddi við Tony þegar ég skrifaði undir og allir hjá félaginu vissu að ég hafði verið útskúfaður hjá Monaco. Ég þurfti að æfa einn míns liðs og það er erfitt að vera á tánum í þanni aðstæðum." „Þegar Stoke kom til sögunnar var ég heiðarlegur og sagði að ég hefði ekki æft almennilega á undirbúningstímabilinu. Ég þyrfti því að leggja mikið á mig til að ná öðrum leikmönnum hvað formið varðar." „En ég er tilbúinn núna. Ég spilaði í 90 mínútur með íslenska landsliðinu í vikunni og ég er klár í slaginn," sagði Eiður en hann var þó á bekknum þegar leikur Stoke og Bolton hófst núna klukkan 14.00. Hann var spurður hvort að það hefði verið erfitt að fara til félags eins og Stoke eftir að hafa unnið ensku úrvalsdeildina með Chelsea og Meistaradeildina með Barcelona. Hvort honum þætti að ferill hans væri á niðurleið. „Nei, alls ekki. Mér fannst þetta frábært skref fyrir mig," sagði Eiður Smári. „Ég var ólmur í að byrja að spila aftur, sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni. Það má heldur ekki gleyma því að ég hóf feril minn hjá Bolton, félag sem er mjög líkt Stoke. Þess vegna er ég að vonast til þess að ég geti komið ferli mínum aftur af stað hér hjá Stoke því ég er viss um að ég eigi nokkur ár eftir." „Stuðningsmennirnir hafa verið frábærir og mér finnst ég vera velkominn hér. En það var einn fyrrum leikmaður sem sagðist vona að ég væri ekki hingað kominn bara til að hirða launatékkann. Ég man ekki hvað hann heitir en ég hló að þessu." „Ég hefði vel getað verið áfram í Monaco og hirt mín góðu laun þar og notið strandarinnar um leið - með fullri virðingu fyrir Stoke." Því næst var hann spurður hversu vel hann passaði við leikstíl Stoke, þar sem hann væri leikmaður sem væri góður á bolta og laglega takta - eitthvað sem Stoke er alls ekki þekkt fyrir. „Það hefur ýmislegt verið látið flakka um að Stoke væri lið sem beitti löngum sendingum og notaði löng innköst. En liðið snýst um meira en það." „Já, við erum öflugt lið sem erfitt er að vinna. En við erum líka með nokkra spennandi leikmenn. Vonandi fá mínir hæfileikar að njóta sín í liðinu og ég get bætt einhverju öðruvísi við leik liðsins."
Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira