Innlent

Fámenn og friðsæl mótmæli

Rúmlega tuttugu manns standa við tunnur fyrir utan Stjórnarráðshúsið og mótmæla. Lögreglan er með nokkurn viðbúnað eftir að skemmdarverk voru unnin á húsinu í nótt af ölvuðum manni.

Mótmælin hófust klukkan tíu og hefur allt farið friðsamlega fram.

Ríkisstjórnarfundur stendur yfir í húsinu.


Tengdar fréttir

Lögreglan hefur girt af Stjórnarráðshúsið

Lögreglan hefur girt af Stjórnarráðshúsið með gulum borðum vegna mótmæla sem boðað hefur verið til við húsið nú klukkan tíu. Fáir mótmælendur eru á staðnum en lögreglan er með nokkurn viðbúnað.

Braut rúður í Stjórnarráðshúsinu

Tæplega þrítugur karlmaður gekk berserksgang fyrir utan Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu um hálftvö leitið í nótt og braut þar átta rúður með barefli.

Tunnumótmæli að hefjast við Stjórnarráðshúsið

Boðað hefur verið til mótmæla við Stjórnarráðshúsið milli klukkan tíu og tólf undir yfirskriftinni: Tunnum ríkisstjórnina. Nokkur fjöldi mótmælenda svaf úti við Stjórnarráðshúsið í nótt til að vekja athygli á bágri stöðu fjölda fólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×