Innlent

Lögreglan hefur girt af Stjórnarráðshúsið

Lögreglan hefur girt af Stjórnarráðshúsið með gulum borðum vegna mótmæla sem boðað hefur verið til við húsið nú klukkan tíu. Fáir mótmælendur eru á staðnum en lögreglan er með nokkurn viðbúnað.

Boðað var til mótmælanna undir yfirskriftinni: Tunnum ríkisstjórnina, en ríkisstjórnarfundur stendur nú yfir í húsinu.

Ölvaður maður var handtekinn við húsið í nótt eftir að hafa brotið þar rúður með barefli.




Tengdar fréttir

Tunnumótmæli að hefjast við Stjórnarráðshúsið

Boðað hefur verið til mótmæla við Stjórnarráðshúsið milli klukkan tíu og tólf undir yfirskriftinni: Tunnum ríkisstjórnina. Nokkur fjöldi mótmælenda svaf úti við Stjórnarráðshúsið í nótt til að vekja athygli á bágri stöðu fjölda fólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×