Lífið

Christina Aguilera skilin

Christina Aguilera. MYND/BANG Showbiz
Christina Aguilera. MYND/BANG Showbiz

Söngkonan Christina Aguilera er hætt að búa með eiginmanni sínum Jordan Bratman.

Christina og Jordan giftu sig árið 2005 þremur árum eftir að þau hittust fyrst. Hjónin hafa ekki ákveðið að enda hjónabandið alfarið þrátt fyrir að vera skilin að borði og sæng.

„Þau búa í sitthvoru lagi en ætla að sjá til hvernig þetta þróast hjá þeim. Þau eru frekar góðir vinir heldur en elskendur," er haft eftir heimildarmanni nákomnum Christinu.

Saman eiga Christina og Jordan tveggja ára son, Max.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.