Enski boltinn

Heiðar á skotskónum fyrir Watford

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Heiðar fagnar með félögum sínum í kvöld.
Heiðar fagnar með félögum sínum í kvöld.

Landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson hélt áfram að spila vel fyrir Watford í kvöld er liðið vann öruggan sigur á Sheff. Utd, 3-0.

Heiðar skoraði annað mark Watford í leiknum á 55. mínútu en hin mörk Watford skoruðu Tom Cleverley og Don Cowie.

Emil Hallfreðsson var í byjunarliði Barnsley sem vann öruggan sigur á Preston, 1-4.

Danny Welbeck, lánsmaður frá Man. Utd, skoraði fyrir Preston en þeir Anderson, Andy Gray og Jay Rodriguez skoruðu fyrir Barnsley og eitt markanna var sjálfsmark.

Barnsley er í ellefta sæti deildarinnar en Watford því sautjánda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×