Enski boltinn

Eiður skoraði tvö mörk í fyrsta leik sínum með Tottenham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það tók Eið Smára Guðjohnsen innan við mínútu að skora í búningi Tottenham. Eiður lék sinn fyrsta leik fyrir Tottenham í kvöld er liðið spilaði æfingaleik gegn Dagenham & Redbridge.

Eiður skoraði reyndar tvö mörk í leiknum en honum lyktaði með 4-1 sigri Spurs.

„Ég held að Eiður hafi skorað með sinni fyrstu snertingu," sagði Clive Allen hjá Tottenham við heimasíðu félagsins.

„Það var frábært fyrir Eið að fá þennan leik en hann hefur æft stíft með styrktarþjálfaranum síðustu daga. Þessi leikur á eftir að hjálpa honum mikið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×