Enski boltinn

Stefnt á að hefja framkvæmdir við Stanley Park á ný

Ómar Þorgeirsson skrifar
Framkvæmdir við Stanley Park hafa legið niðri undanfarið.
Framkvæmdir við Stanley Park hafa legið niðri undanfarið. Nordic photos/Getty

Stjórnarformaðurinn Christian Purslow hjá Liverpool hefur greint frá því að félagið sé nú í viðræðum við nýja fjárfesta til þess að geta haldið áfram framkvæmdum við fyrirhugaðann nýjan leikvang félagsins við Stanley Park.

Stefnan er sett á að klára viðræður við nýja fjárfesta á næstu þremur mánuðum áður en byggingarframkvæmdir við hinn nýja 60 þúsund sæta leikvang geti hafist að nýju en þær hafa legið niðri um þó nokkurt skeið.

Purslow viðurkennir að ef ekki takist að semja við nýja fjárfesta þá muni félagið vitanlega vera áfram á Anfield-leikvanginum.

„Þegar ég kom til félagsins var strax ákveðið að við myndum fara af stað og leita að nýjum fjárfestum fyrir Stanley Park verkefnið. Við höfum þegar fundið fyrir áhuga og vonumst til þess að geta gengið frá því á næstu mánuðum eða fyrir lok tímabilsins.

Ef allt um þrýtur hins vegar þá er plan b bara að vera áfram á Anfield-leikvanginum," segir Purslow í viðtali við spænska blaðið AS.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×