Enski boltinn

Capello mun ekki taka við City eða Inter

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Talsmaður Fabio Capello segir að ekkert sé hæft í þeim sögusögnum að Capello muni taka við Manchester City eða Inter Milan á næstunni.

Capello er landsliðsþjálfari Englands og með samning til 2012. Hann hefur ítrekað sagt að hann ætli sér að hætta í þjálfun eftir það.

En þeir Roberto Mancini hjá City og Rafa Benitez, stjóri Inter, eru sagðir valtir í sessi hjá sínum félögum og hafa fjölmiðlar á Ítalíu og Englandi verið duglegir að orða Capello við þessi störf.

„Ég trúi því ekki að hann myndi skrifa undir einhverskonar samkomulag án þess að spyrja mig ekki fyrst," sagði sonur Capello og umboðsmaður, Pierfilippo. „Hann er afar opinn og heiðarlegur maður. Ég veit ekkert um þessi mál og ég ræði við hann á hverjum degi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×