Enski boltinn

Ástæðan fyrir því að Mancini tók fyrirliðabandið af Kolo Toure

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez lætur hér Kolo Toure fá fyrirliðabandið þegar Tevez var skipt útaf á móti Liverpool á dögunum.
Carlos Tevez lætur hér Kolo Toure fá fyrirliðabandið þegar Tevez var skipt útaf á móti Liverpool á dögunum. Mynd/AFP
Kolo Toure, leikmaður Manchester City og landsliðs Fílabeinsstrandarinnar, segist hafa misst fyrirliðabandið hjá City vegna þess að Roberto Mancini var að reyna að hjálpa Carloz Tevez að verða næsti Diego Maradona.

„Stjórinn kom til mín í upphafi tímabilsins og sagði mér frá því að hann þyrfti að taka erfiða ákvörðun. Hann sagði mér síðan frá því að hann ætlaði að gera Carlos að fyrirliða liðsins til þess að Tevez yrði virkari meðal leikmannahópsins," sagði Kolo Toure í viðtali við Sky Sports.

„Mancini notaði það sem dæmi hvernig Diego Maradona blómstraði hjá Napoli þegar hann var gerður að fyrirliða. Ég sagði honum að þetta yrði ekkert vandamál og ég sætti mig við ákvörðun hans. Ég er ekki mikilvægari en liðið og stjórinn tók þessa ákvörðun með hag Manchester City í huga," sagði Kolo Toure.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×