Enski boltinn

Carlos Tevez segist vera á förum frá Man City

Elvar Geir Magnússon skrifar

Argentínumaðurinn Carlos Tevez vill fara frá Manchester City. Hann segist ekki geta unnið með vissum aðilum hjá félaginu og það sé ekki hægt að laga. Í tilkynningu sem hann sendi frá sér í kvöld segist hann vera á förum.

Tevez hefur sagt að ekkert illt sé milli hans og knattspyrnustjórans Roberto Mancini. „Ég hef eytt mörgum klukkustundum í að hugsa þetta mál," segir Tevez.

Í yfirlýsingu frá leikmanninum segist hann fyrst hafa beðið um að fá að fara í sumar en stjórnarmenn City vildu ekki setja hann á sölulista þá. „Því miður hefur afstaða mín ekkert breyst síðan þá," segir Tevez sem vill þakka eiganda félagsins fyrir að sýna sér skilning.

Talið er að heimþrá spili inn í þessa ákvörðun sóknarmannsins en dætur hans eru búsettar í Argentínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×