Fótbolti

Suarez í sjö leikja bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Luis Suarez hefur verið dæmdur í sjö leikja bann af hollenska knattspyrnusambandinu fyrir að bíta andstæðing eins og frægt er orðið.

Suarez leikur með Ajax og beit Otman Bakkal, leikmann PSV, í öxlina í leik liðanna um helgina.

Ajax ákvað umsvifalaust að sekta Suarez og dæma hann í tveggja leikja bann. En nú hafa knattspyrnuvöld í Hollandi kveðið upp sinn úrskurð.

Suarez hefur frest til morguns til að áfrýja úrskurðinum en ólíklegt er að það muni bera mikinn árangur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×