Enski boltinn

Mikil varnarvandræði hjá Portsmouth

Elvar Geir Magnússon skrifar
Tímabilinu er lokið hjá Hermanni sem meiddist illa um síðustu helgi.
Tímabilinu er lokið hjá Hermanni sem meiddist illa um síðustu helgi.

Varnarleikurinn er áhyggjuefni fyrir Avram Grant og félaga í Portsmouth sem mæta Tottenham í undanúrslitum ensku bikarkeppninna þann 11. apríl.

Mikil óvissa ríkir um hvort Tal Ben Haim geti spilað leikinn. Liðið er án Hermanns Hreiðarssonar og Danny Webber sem meiddust báðir illa um síðustu helgi.

Ricardo Rocha, Tommy Smith og John Utaka hafa allir snúið aftur til æfinga en útlit er fyrir að Ben Haim verði ekki búinn að jafna sig af meiðslum í tæka tíð.

Portsmouth er á leið niður úr ensku úrvalsdeildinni eftir stormasaman vetur. Ljósi punkturinn hingað til hefur þó verið árangurinn í bikarkeppninni þar sem liðið er einum leik frá úrslitaleik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×