Íslenski boltinn

Bjarni Jóhanns: Gefur okkur byr undir báða vængi

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar.
Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Stefán
„Við erum hæstánægðir með þessa byrjun og þetta gefur okkur byr undir báða vængi. Við vorum kraftmiklir og fljótir að ógna, þó vissulega hafi leikurinn orðið svolítið ósanngjarn eftir að þeir misstu sína menn af velli með rauð spjöld," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar eftir að hafa horft á sína menn kjöldraga lánlausa Grindvíkinga, 4-0.

„Við vorum að nýta færin mjög illa í fyrri hálfleik en lékum mjög vel í seinni hálfleik. Við vorum agaðir og biðum eftir færunum. Þetta er mjög sprækt lið framá við og ég vona að við höldum því áfram. Það var líka mjög gott að halda markinu hreinu."

Marel Baldvinsson var að leika sinn fyrsta leik í efstu deild með Stjörnunni og Bjarni telur að hann smellpassi í Stjörnuliðið.

„Marel smellpassar í okkar lið og er leikmaður sem okkur vantaði á síðustu leiktíð. Við erum með mjög hraða leikmenn sem geta sprengt upp varnir andstæðinganna," segir Bjarni og er viss um að liðið hafi lært af reynslunni frá því í fyrra þar sem liðið byrjaði mjög vel en náði fáum stigum í seinni umferðinni.

„Ég held að við höfum lært mikið á síðasta tímabili og munum fylgja eftir sigrinum með að fjölga þeim mínútum þar sem við erum að leika vel."


Tengdar fréttir

Kostic: Fengum á okkur mjög ódýr mörk

„Markið sem Stjarnan skoraði í upphafi leiks tók okkur gjörsamlega úr jafnvægi. Við náum ekki að komast inn í leikinn fyrr en í upphafi seinni hálfleiks og fengum færi til að jafna leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×