Íslenski boltinn

Kostic: Fengum á okkur mjög ódýr mörk

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Luka Kostic, þjálfari Grindavíkur.
Luka Kostic, þjálfari Grindavíkur. Mynd/Aleksandar Djorovic
„Markið sem Stjarnan skoraði í upphafi leiks tók okkur gjörsamlega úr jafnvægi. Við náum ekki að komast inn í leikinn fyrr en í upphafi seinni hálfleiks og fengum færi til að jafna leikinn. Svo var eins og að menn missi trú á að klára verkefnið gerðum ekki það sem lagt var upp með," sagði Luka Kostic, þjálfari Grindavíkur eftir 4-0 tap sinna manna gegn Stjörnunni í Garðabænum í kvöld.

Hann var ósáttur við frammistöðu leikmanna sinna í leiknum sem buðu heimamönnum upp á mörk af ódýrari gerðinni. „Við vorum að fá á okkur mjög ódýr mörk. Þetta var svo sannarlega ekki okkar dagur og náðum aldrei takti við leikinn. Það var gríðarlega erfitt að vera einum færri allan leikinn en við eigum eftir að gera töluvert betur og munum sýna það í sumar."

Grindvíkingar eiga nágrannaslag gegn Keflavík á heimavelli í næsta leik og þar verða þeir gulklæddu án þeirra Auðuns Helgasonar og Gilles Mbang Ondo sem fengu að líta rauða spjaldið í kvöld. Kostic er þó óhræddur fyrir þann leik.

„Það kemur maður í manns stað en það er vissulega slæmt að missa þá Auðunn og Ondo í bann. Auðunn átti að vera sá leikmaður sem myndi binda vörnina saman. Við munum berjast af krafti í þeim leik og það er nóg að skoða úrslitin úr þessum leik til að undirbúa strákana fyrir næsta leik."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×