Fótbolti

Klose: Vona að Ronaldo hafi ekki áhyggjur af markametinu

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Klose og Ronaldo.
Klose og Ronaldo. AFP
Miroslav Klose er maður stórmótanna. Hann hefur nú þegar skorað fjögur mörk á HM, einu meira en í þýsku úrvalsdeildinni allt síðasta tímabil. Hann þarf aðeins eitt mark til að jafna markahæsta leikmann HM frá upphafi, Ronaldo.

"Ég vona að hann hafi ekki of miklar áhyggjur metinu sínu," sagði Klose léttur. Þjóðverjar mæta Spánverjum í undarnúrslitum á miðvikudaginn.

"Ég talaði við Ronaldo eftir úrslitaleikinn árið 2002. Þá dreymdi mig aldrei um að komast svona nálægt metinu hans," sagði Klose.

Þjóðverjinn hefur skorað fjórtán mörk á HM en Ronaldo fimmtán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×