Enski boltinn

Coyle vildi meira en eitt stig gegn Man Utd

Elvar Geir Magnússon skrifar
Owen Coyle.
Owen Coyle.

„Ég hefði viljað taka öll stigin," sagði Owen Coyle, stjóri Bolton, eftir 2-2 jafnteflið gegn Manchester United í dag.

„Það er svekkjandi að hafa tvívegis náð forystu en ekki náð að halda því. En við megum ekki líta framhjá þessum ótrúlegu gæðum sem United býr yfir og erum sáttir með stigið."

Johan Elmander fór illa með færi rétt áður en Michael Owen skoraði og jafnaði í 2-2. „Á öðrum degi hefði hann klárað þetta færi. En ég get ekki áfellst hann því hann bjó algjörlega til þetta færi sjálfur. Hann er fullur sjálfstrausts og gefur sig allan í þetta," sagði Coyle.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×