Erlent

Bréfberi bar ekki út 20 þúsund bréf

Þegar upp komst um málið fundust um það bil 20 þúsund bréf í bílskúr bréfberans. Myndin er úr safni. Mynd/AFP
Þegar upp komst um málið fundust um það bil 20 þúsund bréf í bílskúr bréfberans. Myndin er úr safni. Mynd/AFP

Starfsmaður Póstþjónustu Bandaríkjanna bar ekki út þúsundir bréfa sem hann fékk þó greitt fyrir á 13 ára tímabili. Til að vekja ekki grunsemdir gætti maðurinn sig ætíð á því að bera út hluta bréfanna. Þegar upp komst um málið fundust um það bil 20 þúsund bréf í bílskúr bréfberans og höfðu sum þeirra verið póstlögð fyrir árið 1997.

Pósturinn var borinn út í síðustu viku. Bréfberinn er aftur á móti ófundinn en lét sig hverfa eftir að athygli yfirmanna hans fór að beinast að honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×