Fótbolti

Beckham skoraði fyrsta markið sitt eftir hásinarslitið - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Beckham
David Beckham Mynd/Nordic Photos/Getty
David Beckham skoraði í nótt fyrsta markið á tímabilinu og þar með fyrsta markið eftir að hann snéri til baka eftir hásinarslit. Mark Beckham hjálpaði liði hans Los Angeles Galaxy að vinna 2-1 sigur á Chivas USA í bandarísku deildinni.

Beckham skoraði markið sitt á klassískan Beckham-hátt eða með því að skora beint úr aukaspyrnu af um 25 metra færi. Þetta var fyrsta markið hans síðan að hann skoraði fyrir Galaxy á móti Toronto 9. september 2009.

„Ég vissi að hann væri á leiðinni í markið um leið og ég hitti boltann. Þeir eru með góðan markmann en hann bjóst við boltanum í hitt hornið og var því búinn að svindla aðeins," sagði David Beckham.

„Skrokkurinn og sjálfstraustið er í góðu lagi hjá mér. Við eigum annan leik á fimmtudaginn og það er ein af ástæðunum fyrir því að ég kom af velli," sagði David Beckham þegar hann var spurður út það að vera skipt útaf á 64. mínútu.

Þetta var fjórði leikur David Beckham eftir að hann snéri til baka eftir hásinarslit en hann var nú í annað skiptið í byrjunarliði Los Angeles Galaxy.

Það er hægt að sjá markið hér en það kemur eftir um eina og hálfa mínútu í myndbandinu sem sýnir líka allan aðdraganda aukaspyrnunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×